Traustur sigur Ármanns - nýjir tímar í Kópavogi

Ég er ekki undrandi á traustum sigri Ármanns Kr. Ólafssonar í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Flokksmenn þar vildu breytingar, uppstokkun og nýja forystu til að leiða flokkinn eftir mörg leiðindamál sem hafa verið í umræðunni, flest öll tengd leiðtoganum sem hafði því miður setið of lengi.

Gunnar Ingi Birgisson hefur gert margt gott fyrir Kópavog og Sjálfstæðisflokkinn í Kópavogi síðustu tvo áratugi... leitt mikla uppbyggingu og staðið fyrir drift og dugnað í málefnum sveitarfélagsins, en hann hefði átt að þekkja sinn vitjunartíma.

Vil óska Ármanni til hamingju með sigurinn. Umboð hans er traust og skýrt... í því felst ákall um nýja tíma, nýtt fólk í forystu á umbrotatímum. Eftir harkaleg átök tengd Gunnari síðustu mánuði er umboðið enn meira afgerandi.

mbl.is Ármann sigraði í prófkjörinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband