Biðin eftir Gunnari

Biðin eftir því að Gunnar Birgisson tjái sig um úrslit prófkjörsins í Kópavogi er orðin ansi löng, en sumpart skiljanleg, þó ekki sé það gott fyrir flokkskjarnann að fá ekki strax afgerandi svör frá Gunnari. Tapið er mikið pólitískt áfall fyrir Gunnar, hvort sem hann las vitlaust í stöðuna í bænum eður ei er ljóst að höggið er mikið, enda talsvert lagt undir. Gunnar ætlaði sér að ná aftur tökum á bæjarmálunum sem hann missti í fyrrasumar og treysta stöðu sína, eiga endurkomu í forystusætið.

Vissulega var mjög sótt að honum, hvort sem það var óverðskuldað eður ei. Óánægjan með forystu hans var einfaldlega meiri en mörgum óraði fyrir, þó ég tel að æ fleiri hafi gert sér grein fyrir hvert stefndi eftir því sem leið á baráttuna. Gunnar hefur alla tíð verið mjög umdeildur, en heildaratkvæðafjöldi hans segir alla söguna um stöðu Gunnars.

Sjálfstæðismenn í Kópavogi eiga Gunnari Birgissyni mikið að þakka. Hann var lengi vel mjög traustur leiðtogi, á heiður skilið fyrir trausta uppbyggingu í bænum og verið sterki maðurinn í bæjarmálunum, verið landsþekktur fyrir verk sín. Hann hefur leitt erfið en umfangsmikil mál og hefur tryggt Sjálfstæðisflokknum oddastöðu þar árum saman.

En það er eðlilegt að nú verði kaflaskil. Þau eru skilaboðin úr þessu prófkjöri.

mbl.is 2000 skráðu sig í flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband