Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar um Byrgið

Byrgið Það er alveg óhætt að segja að skýrsla Ríkisendurskoðunar um málefni Byrgisins sé svört í gegn og mikill áfellisdómur yfir því hvernig haldið var á fjármunum þar. Þar er krafist lögreglurannsóknar á málefnum Byrgisins. Fremst í skýrslunni stendur enda að fjármálaumsýslu og bókhaldi Byrgisins er verulega ábótavant. Skelfilegast er væntanlega sú staðreynd að stjórnendur Byrgisins eiga eftir að gera fullnægjandi grein fyrir ráðstöfun á söfnunarfé og vistgjöldum sem ekki voru færð í bókhald Byrgisins, 10 milljónir fyrir árið 2005 og 13 milljónir fyrir árið 2006.

Er það skýrt mat Ríkisendurskoðunar í skýrslunni að ekki sjáist nein merki þess að þessum fjármunum hafi verið ráðstafað í þágu Byrgisins. Í henni liggur fyrir að fjármunir sem runnið hafa til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins eru langt umfram það sem fram kemur í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Launagreiðslur eru ekki færðar rétt í bókhaldið og ekki taldar fram til skatts. Auk þessa lítur út fyrir að stjórnendur og starfsmenn Byrgisins hafi látið bókfæra hjá félaginu og greiða útgjöld sem félaginu eru óviðkomandi.

Í skýrslunni er talið að slík útgjöld megi fullyrða að nemi að minnsta kosti tæpum þrettán milljónum  á árinu 2005 og rúmlega 3 milljónir á fyrstu 10 mánuðum ársins 2006, en gætu verið hærri. Ergó: kolbikasvört skýrsla. Það er ekki furða að allt fjárstreymi til Byrgisins hafi verið stöðvað og ekki annað hægt að ímynda sér en að síðustu ríkispeningarnir að óbreyttu hafi farið þar inn í sjóði. Þessi skýrsla er mikill áfellisdómur yfir Byrginu og öllum hliðum reksturs þess.

mbl.is Ríkisendurskoðun vill lögreglurannsókn á rekstri Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Þetta er bara enn eitt sorglega dæmið um siðblinduna. Hún getur þó litið út eins og hjá hjálpsama eyjamanninum: Sami maður er bæði hjálpsemin himinhrópandi og felur samt fólið á bak við allt saman. Þýðir þetta að þeir séu bara að meðaltali góðir?

Haukur Nikulásson, 15.1.2007 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband