Skuldakóngum hossað

Ég undrast ekki að fólkið í landinu hafi fengið nóg af því hvernig skuldakóngum er hossað af bönkum og lánardrottnum. Reiði almennings er mjög skiljanleg. Hvernig er hægt að búast við því að langlundargeð fólksins sé algjört gagnvart þessum fréttum af því hvernig stórskuldugir menn eru smúlaðir af ábyrgð á skuldum og endalausu sukki?

Dag eftir dag eykst undiraldan gegn þessu verklagi og skal engan undra. Þeir sem kusu til valda vinstristjórn til að taka á sukkinu hljóta að vera vonsviknir og sárir. Hvaða breytingar hafa orðið síðasta árið? Erum við ekki enn á sama reit og eftir hrun. Vonbrigðin aukast þó, enda augljóst að völdum mönnum eru rétt fyrirtækin aftur.

Við búum enn í miðju sukkinu, höfum ekki komist úr hinu ógeðslega feni lágkúrunnar. Þetta er eins og Groundhog Day, sama og sama aftur og aftur.


mbl.is Veldi byggt á skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband