Svarfdćlski forsetinn

Dr. Kristján Eldjárn Síđustu dagana hef ég endurnýjađ kynni mín af ćvisögu Gylfa Gröndal um Svarfdćlinginn Kristján Eldjárn og forsetaferil hans. Kristján hefur alltaf ađ mínu mati veriđ fremstur forsetanna fimm - sannkallađur heiđursmađur sem var sameiningartákn í embćttinu. Fyrir nokkrum vikum var bloggvinur minn, Hrafn Jökulsson, međ könnun á forsetunum á vef sínum og ţar kaus ég auđvitađ Kristján. Hann vann í ţessari netkönnun hans, enda greinilega ofarlega í huga landsmanna.

Bók Gylfa um Kristján er gríđarlega vönduđ í alla stađi, eins og Gylfa er von og vísa. Hann var einn besti ćvisagnaritari í sögu íslenskra bókmennta og afkastamikill á ţví sviđi. Ćvisaga Kristjáns var međ hans betri verkum, en hann skrifađi ennfremur ćvisögur forvera hans á forsetastóli; Sveins Björnssonar og Ásgeirs Ásgeirssonar. Kristján vann afgerandi kosningasigur í forsetakjörinu 1968. Hann var forseti fólksins, honum auđnađist alla tíđ ađ tryggja samstöđu landsmanna um verk sín og naut virđingar allra landsmanna.

Ţađ má međ sanni segja ađ Kristján hafi veriđ ólíkur ţví sem viđ kynntumst síđar í ţessu táknrćna ţjóđhöfđingjaembćtti. Hann fór í langa göngutúra á Álftanesi, ferđađist lítiđ og ţótti vera táknmynd alţýđleika hérlendis ásamt eiginkonu sinni, Halldóru Ingólfsdóttur Eldjárn. Deilt var meira ađ segja um ţađ í kosningabaráttunni 1968 ađ Kristján vćri litlaus og kona hans hefđi sést í fatnađi frá Hagkaupsverslunum, svokölluđum Hagkaupssloppi. Lćgra ţótti háttsettum ekki hćgt ađ komast en ađ sjást í slíkum alţýđufatnađi. En Kristjáni og Halldóru auđnađist ađ tryggja samstöđu um embćttiđ og eru metin međ ţeim hćtti í sögubókunum, nú löngu eftir ađ hann lét af embćtti.

Kristján var forseti á miklum umbrotatímum hérlendis, bćđi í ţjóđmálum og á vettvangi stjórnmála. Hann var mjög kraftmikill rćđumađur og rómađur fyrir innihaldsríkar og tilkomumiklar rćđur sínar. Á ég rćđusafn hans í bókaformi. Tvćr rćđur hans, viđ embćttistökuna 1968 og nýársávarp 1976, á ég í hljóđformi og ţátt um ćvi hans sem Gylfi Gröndal gerđi áriđ 1996 á ég líka. Ţeir ţćttir voru gerđir í ađdraganda forsetakjörs ţađ ár er Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn forseti.

Bók Gylfa um Kristján er stórfengleg lýsing á ţessum merka manni. Merkilegast af öllu viđ ađ kynna mér hann og verk hans í gegnum ţessa bók var ţađ ađ honum var alla tíđ frekar illa viđ Bessastađi og var alltaf stressađur vegna rćđuskrifa sinna - var aldrei sáttur viđ neinar rćđur sínar. Hann var hinsvegar talinn ţá og enn í dag besti rćđumađur sinnar kynslóđar ađ vćntanlega Gunnari Thoroddsen frátöldum.

Hvet ég alla til ađ lesa ţessa góđu bók og reyndar ađrar ćvisögur Gylfa um forsetana, fróđleg umfjöllun um ćvi og forsetatíđ forsetanna ţriggja - sérstaklega mćli ég ţó međ bókinni um Kristján, sveitastrákinn ađ norđan sem varđ forseti Íslands og öflugur ţjóđhöfđingi landsins.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friđrik Stefánsson

Ţetta er mjög frćđandi og vel skrifuđ bók. Virkilega góđ heildarmynd af Kristjáni sem lesandinn fćr. Ţetta er flott ćvisaga.

mbk.

Stefán Friđrik Stefánsson, 16.1.2007 kl. 17:49

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband