Margrét Sverris hjólar í Magnús Þór

Margrét Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir hefur nú tilkynnt um varaformannsframboð í Frjálslynda flokknum gegn Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Athyglisvert að hún fari ekki í formannsframboð, en það kemur svosem varla að óvörum, enda hefði slíkur slagur væntanlega orðið flokknum þungt á kosningaári. Mun heppilegra væntanlega fyrir hana að leggja heldur til við Magnús Þór og vera við hlið Guðjóns Arnars í forystu.

Margrét heldur því í samskonar átök og Gunnar Örn Örlygsson lagði í fyrir tveim árum. Þá gaf hann kost á sér gegn Magnúsi Þór. Hann tapaði og fór yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Það var heljarmikið uppgjör. Nú hjólar Margrét í Magnús Þór. Mikil tíðindi þetta, enda hefur Magnús Þór verið varaformaður og þingflokksformaður líka í vel á fjórða ár. Þetta verður visst uppgjör milli afla innan flokksins og mun móta flokkinn í aðdraganda þessara kosninga.

Þetta verður væntanlega harður slagur og mikil átök, enda til mikils að vinna fyrir þann er sigrar og mikið fall fyrir þann sem tapar. Magnús Þór tapar sess sínum sem maður númer tvö tapi hann þessum slag en Sverrisarmurinn fær þungan skell og vont áfall tapi Margrét. Það verður fróðlegt að sjá hvort þeirra muni vinna þennan slag á landsfundi um aðra helgi.

mbl.is Margrét Sverrisdóttir sækist eftir sæti varaformanns Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

bara fjör framundan

Ólafur fannberg, 16.1.2007 kl. 22:57

2 Smámynd: Sveinn Arnarsson

er þetta að hjóla í, er þeta ekki frekar að bjóða fram krafta sína. 

hjólaði illugi gunnars á alla þingmennina í rvk

hjólaði guðfinna bjarna á alla þingmennina í rvk

Hjólaði Kristján Júlíusson í hina frambjóðendurna.

Sveinn Arnarsson, 16.1.2007 kl. 23:13

3 identicon

Ég kalla þetta að hjóla í Magnús eftir allar þær deilur sem hafa verið í flokknum.

Hallgrimur Viðar Arnarson (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 23:20

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Svenni: Hiklaust er Margrét Sverrisdóttir að hjóla í Magnús Þór, hann er sitjandi varaformaður flokksins. Það eru átök milli arma innan flokksins, þetta verður uppgjör milli þeirra arma. Það er alveg augljóst að framboð gegn sitjandi varaformanni er hólmganga við hann.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2007 kl. 00:12

5 identicon

Margrét ætti að slá sér upp með Jóni Baldvini og væntanlegu 2007 sérframboði Jóns Baldvins í Reykjavík.

Bollaspá (IP-tala skráð) 17.1.2007 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband