Ægifögur náttúra

Eldgosið á Fimmvörðuhálsi
Íslensk náttúra er rómuð á veraldarvísu. Hún er ægifögur og lifandi, eins og við höfum öll séð síðustu dagana eftir að eldgosið á Fimmvörðuhálsi hófst. Myndirnar og frásagnirnar af gosinu hafa vakið athygli allrar þjóðarinnar og víða um heim er fylgst með því sem gerist.

Allir vilja komast á staðinn - áhættan hlýtur að vera í huga þeirra sem taka slaginn og halda af stað. Kannski kemst það upp í vana að láta líf sitt í hendur náttúrunnar. Náttúran getur verið yndisleg en hún getur líka tekið sinn toll.

Mér finnst þessi mynd einna fallegust þeirra sem sést hafa, enda nýtur gosið sín best í náttmyrkrinu.

mbl.is Beinist að Hvannárgili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband