Harðjaxl í eldgosaferð

Ekki er hægt annað en bera mikla virðingu fyrir viljastyrk Jóns Gunnars Benjamínssonar - hann hefur alla tíð sýnt vel að hann er harðjaxl, einkum eftir að hann lamaðist í bílslysinu fyrir nokkrum árum. Ferðin á eldgosaslóðirnar kemur engum að óvörum sem þekkir kraftinn í Jóni, hann lætur ekkert stöðva sig.

Ég þekki vel bróður Jóns, Berg Þorra Benjamínsson. Hann lamaðist líka fyrir neðan mitti fyrir rúmum áratug. Þeir bræður hafa haldið áfram af fullum krafti þrátt fyrir lömunina, ekki látið hana vera endastöð lífsins, verið duglegir í baráttunni.

Þeir hafa mikinn styrk af hvor öðrum, en hafa karakterinn ræður mestu. Þeir eru sannkallaðar hvunndagshetjur.

mbl.is Fór lamaður að eldgosinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband