18.1.2007 | 12:59
Valdaátök frjálslyndra - Margrét í formannsslag?
Harðvítug valdabarátta er skollin á innan Frjálslynda flokksins. Flest bendir til þess að Margrét Sverrisdóttir gefi kost á sér til formennsku í flokknum gegn Guðjóni Arnari Kristjánssyni eftir að hann lýsti yfir afdráttarlausum stuðningi við Magnús Þór Hafsteinsson, sitjandi varaformann, í baráttu við Margréti sem lýsti yfir varaformannsframboði fyrir rúmum sólarhring. Hlutirnir hafa gerst hratt þar í gær svo sannarlega og erfitt að fylgjast með öllu sem gengið hefur á, svo hratt hefur þetta undið upp á sig.
Það er alveg rétt sem Margrét segir á vef sínum að sitjandi forystumenn hafa myndað kosningabandalag gegn henni. Framboð hennar til forystu er nú hvort eð er orðið gegn sitjandi formanni með ákvörðun hans um að styðja Magnús. Hún hefur engu að tapa lengur. Það er búið að taka framkvæmdastjórnina af henni, reka hana sem slíka innan þingflokksins og í raun segja henni að störf hennar séu ekki metin á flokksvísu af þingflokknum. Í ofanálag hefur formaðurinn lýst frati á hana með skýrri stuðningsyfirlýsingu á Magnús Þór.
Næst er væntanlega að koma í veg fyrir að hún leiði framboðslista í kosningunum í vor. Guðjón Arnar getur ekki lýst yfir stuðningi við hana í þingframboð, sbr. viðtal Bjargar Evu Erlendsdóttur við hann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær, en endurtók þar afgerandi stuðning sinn við MÞH. Þetta er orðið allt eða ekkert staða fyrir Margréti og Sverrisarminn í FF. Klassísk átök um völd og áhrif - allt eða ekkert eins og þær gerast mest áberandi. Harkan hefur stigmagnast síðasta sólarhringinn vissulega og greinilegt að ákvörðun Guðjóns um stuðning við varaformanninn í kosningaslag við dóttur stofnanda flokksins hefur verið sem olía á eldinn sem enn magnast.
Það er alveg rétt sem Margrét segir á vef sínum að sitjandi forystumenn hafa myndað kosningabandalag gegn henni. Framboð hennar til forystu er nú hvort eð er orðið gegn sitjandi formanni með ákvörðun hans um að styðja Magnús. Hún hefur engu að tapa lengur. Það er búið að taka framkvæmdastjórnina af henni, reka hana sem slíka innan þingflokksins og í raun segja henni að störf hennar séu ekki metin á flokksvísu af þingflokknum. Í ofanálag hefur formaðurinn lýst frati á hana með skýrri stuðningsyfirlýsingu á Magnús Þór.
Næst er væntanlega að koma í veg fyrir að hún leiði framboðslista í kosningunum í vor. Guðjón Arnar getur ekki lýst yfir stuðningi við hana í þingframboð, sbr. viðtal Bjargar Evu Erlendsdóttur við hann í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær, en endurtók þar afgerandi stuðning sinn við MÞH. Þetta er orðið allt eða ekkert staða fyrir Margréti og Sverrisarminn í FF. Klassísk átök um völd og áhrif - allt eða ekkert eins og þær gerast mest áberandi. Harkan hefur stigmagnast síðasta sólarhringinn vissulega og greinilegt að ákvörðun Guðjóns um stuðning við varaformanninn í kosningaslag við dóttur stofnanda flokksins hefur verið sem olía á eldinn sem enn magnast.
Í gærkvöld var svo Guðjón Arnar í Kastljósinu og stóð sig frekar illa. Það er ekki hægt að segja annað en að þessi margreyndi skipstjóri að vestan sé að verða einhverskonar skólabókardæmi um vondan stjórnanda og stjórnmálamann. Að flestra mati er meginhlutverk formanns að halda flokki saman og skapa einingu og gott andrúmsloft þar. Það er ekki leiðarljós leiðtoga sem vill starfa farsællega að verða sjálfur meginpunktur valdaátaka og verða sjálfur persóna í kosningu milli annarra innan sama flokks. Þó svo að Frjálslyndi flokkurinn hafi risið fylgislega séð er hann að rotna innan frá. Það er ekki ofsögum sagt að formaðurinn viti varla í hvorn fótinn skuli stíga. Hann virðist vera eins og skipstjóri á aflóga sökkvandi dalli frekar en aflafleytu.
Það virðist svo komið að Guðjón Arnar virðist gjörsamlega vera útbrunninn - orðinn þreyttur formaður sem er flokki sínum hvorki leiðtogi né sannur hugmyndafræðingur. Merkileg staða uppi þarna. Það var allavega ekki sæll formaður flokks sem er að eflast sem birtist fólki í Kastljósi í gærkvöld. Þar birtist þreyttur og argur maður sem virðist algjörlega uppþornaður leiðtogi. Hann virkaði fullur kulda og kergju. Merkileg ásýnd fyrir stjórnmálaáhugamenn. Og enn var hann tuggandi sömu lufsuna um að Margrét hefði ekki verið rekin sem framkvæmdastjóri, heldur verið sagt að fara með uppsagnarfresti. Þetta er orðhengilsháttur af klassísku sort. Kostulegt afspil á að horfa í sannleika sagt.
Margrét getur varla annað hugsað þessa stundina en að nú sé tækifæri til að stíma fram og sækjast eftir fullum völdum - leiða flokkinn og fá umboð til þess. Hún hefur engu að tapa í hreinskilni sagt lengur. Þetta er það sem blasir við öllum nú, reyndar strax og formaðurinn gekk í gildruna eins og svöng mús í kytru. Merkilegt á að horfa. Kannski var gildran egnd þannig upp til að reyna á hvað Guðjón Arnar myndi gera. Það var staðfest fljótt að kosningabandalag er til staðar. Formannsframboð eða útganga úr flokknum eru valkostir Margrétar nú. Ekki flókið séð frá sjónarhóli stjórnmálaáhugamannsins.
Spurningin nú virðist vera mun frekar um það hver af fylgismönnum Margrétar muni skora Magnús Þór Hafsteinsson á hólm í varaformannskjöri, en hann var kostulegur á að horfa á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann kvartaði yfir hversu langan tíma tók fyrir Margréti að ákveða framboð. Ég veit ekki betur en framboðsfrestur sé fram að landsþinginu sjálfu. Annars vissu allir að Margrét færi í framboð, spurningin var um hvort embættið hún vildi sækjast eftir en ekki hvort hún færi fram.
Það er enginn vafi að það verður bæði formanns- og varaformannsslagur í þessum flokki. Hafi verið vafi á stöðu Margrétar er það ekki nú. Hún mun reyna að taka flokkinn yfir eða yfirgefa hann ella. Þetta eru alveg einfaldar línur orðnar og framkoma formannsins hefur skerpt átökin og aukið þær. Kaldhæðnislegt, en satt.
Það virðist svo komið að Guðjón Arnar virðist gjörsamlega vera útbrunninn - orðinn þreyttur formaður sem er flokki sínum hvorki leiðtogi né sannur hugmyndafræðingur. Merkileg staða uppi þarna. Það var allavega ekki sæll formaður flokks sem er að eflast sem birtist fólki í Kastljósi í gærkvöld. Þar birtist þreyttur og argur maður sem virðist algjörlega uppþornaður leiðtogi. Hann virkaði fullur kulda og kergju. Merkileg ásýnd fyrir stjórnmálaáhugamenn. Og enn var hann tuggandi sömu lufsuna um að Margrét hefði ekki verið rekin sem framkvæmdastjóri, heldur verið sagt að fara með uppsagnarfresti. Þetta er orðhengilsháttur af klassísku sort. Kostulegt afspil á að horfa í sannleika sagt.
Margrét getur varla annað hugsað þessa stundina en að nú sé tækifæri til að stíma fram og sækjast eftir fullum völdum - leiða flokkinn og fá umboð til þess. Hún hefur engu að tapa í hreinskilni sagt lengur. Þetta er það sem blasir við öllum nú, reyndar strax og formaðurinn gekk í gildruna eins og svöng mús í kytru. Merkilegt á að horfa. Kannski var gildran egnd þannig upp til að reyna á hvað Guðjón Arnar myndi gera. Það var staðfest fljótt að kosningabandalag er til staðar. Formannsframboð eða útganga úr flokknum eru valkostir Margrétar nú. Ekki flókið séð frá sjónarhóli stjórnmálaáhugamannsins.
Spurningin nú virðist vera mun frekar um það hver af fylgismönnum Margrétar muni skora Magnús Þór Hafsteinsson á hólm í varaformannskjöri, en hann var kostulegur á að horfa á Stöð 2 í gærkvöld þar sem hann kvartaði yfir hversu langan tíma tók fyrir Margréti að ákveða framboð. Ég veit ekki betur en framboðsfrestur sé fram að landsþinginu sjálfu. Annars vissu allir að Margrét færi í framboð, spurningin var um hvort embættið hún vildi sækjast eftir en ekki hvort hún færi fram.
Það er enginn vafi að það verður bæði formanns- og varaformannsslagur í þessum flokki. Hafi verið vafi á stöðu Margrétar er það ekki nú. Hún mun reyna að taka flokkinn yfir eða yfirgefa hann ella. Þetta eru alveg einfaldar línur orðnar og framkoma formannsins hefur skerpt átökin og aukið þær. Kaldhæðnislegt, en satt.
Margrét: Hlýt að íhuga að bjóða mig fram í formannsembættið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.