Stjórnsýsla ríkisins í algjörum molum

ByrgiðÉg get ekki hulið þá skoðun mína að stjórnsýsla ríkisins er í algjörum molum. Þetta sýnir Byrgismálið okkur með afgerandi hætti. Það er til skammar fyrir félagsmálaráðuneytið og ráðherra þar seinustu árin að hafa ekki haldið betur á málum. Þvílíkt endemis klúður sem þar hefur viðgengist. Þar finnst mér hlutur Árna Magnússonar áberandi verstur. Afsakanir hans á málum Byrgisins í þriggja ára ráðherratíð hans halda ekki vatni. Þau eru döpur.

Í ráðuneytinu undir verkstjórn Árna var sofið svefninum langa, eigum við ekki að kalla það bara Þyrnirósarsvefn? Það finnst mér. Nei, við skulum ekkert fegra hlutina - þetta er algjörlega ómöguleg stjórnsýsla, það er bara ekki flóknara en það. Þetta hefur allt einkennst af eintómu klúðri. Mistök á mistök ofan. Mistökin tilheyra félagsmálaráðuneytinu. Það er ekki hægt að draga fjöður yfir það. Mjög vandræðalegt er það af aðilum að henda boltanum yfir á hvorn annan. Það er enginn vafi hvar mistökin liggja. Því fyrr sem allir viðurkenna það, því betra fyrir alla í þessu máli. Ég held að það sjái allir hvernig þetta er.

En hvernig á að laga þetta? Það þarf að stokka algjörlega upp öll vinnubrögð. Komið hefur í ljós afgerandi brotalöm á framkvæmd og eftirliti fjárlaga. Þetta er gjörsamlega ólíðandi úr þessu. Mér finnst tal stjórnmálamanna sýna í þessu máli að sumum þeirra er ekki treystandi og var ekki áður fyrr. Það er ljóst að félagsmálaráðherrar síðustu ára hafa brugðist. Það er mjög einfalt mál. Það verður að viðurkenna það. Það er ekki góður ráðherra sem getur ekki haldið betur á málum en raun ber vitni. Það eru stóralvarleg pólitísk mistök að greiða eftir samningi sem aldrei hefur verið undirritaður.

Það verður að draga einhvern til ábyrgðar í þessu máli. Einfalt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband