Pólsku forsetahjónin farast í flugslysi



Flugslysið sem grandaði Lech Kaczynski, forseta Póllands, eiginkonu hans Maríu og fjölda pólskra embættismanna er mikill þjóðarharmleikur fyrir Pólverja. Kaczynski var mjög umdeildur stjórnmálamaður, pólitískur klækjarefur sem var mjög dómínerandi í pólitísku litrófi, ekki aðeins á heimavelli heldur á alþjóðavettvangi. Skarð hans er mikið fyrir pólsku þjóðina.

Kaczynski forseti var eins og flestir vita barnastjarna. Hann og tvíburabróðirinn Jaroslaw léku saman forðum daga í kvikmyndinni Drengirnir sem stálu tunglinu. Jaroslaw og Lech komust saman til valda eftir að Kwasniewski lét af völdum árið 2005. Jaroslaw varð forsætisráðherra fyrri hluta forsetaferils bróður hans og þeir voru mjög umdeildir, enda sem jarðýtur.

Eftir að Jaroslaw tapaði í þingkosningunum 2007 hefur Kaczynski forseti þurft að deila völdum með Donald Tusk, sem hann sigraði í forsetakosningunum 2005. Það hefur verið lífleg valdasambúð, svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Fróðlegt verður að sjá hvort þessi harmleikur sameinar pólsku þjóðina í forsetakjöri sem halda verður innan tveggja mánaða eða leiðir til aukinna átaka.

mbl.is Kaczynski ferst í flugslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband