Skýrslan komin á netið - lesturinn hafinn

Eftir eins og hálfs árs bið er skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis loksins komin á netið... lesturinn er hafinn. Fróðlegt verður að sjá hvort skýrslan stendur undir væntingum almennings á því mikla uppgjöri sem þarf að fara fram. Sjaldan hefur verið beðið lengur og með meiri eftirvæntingu eftir nokkru riti.

Ég vonast eftir víðtæku pólitísku uppgjöri á því sem úrskeiðis fór og vil að þeir fái makleg málagjöld sem klúðruðu málum. Annað er ekki í boði eftir alla þessa bið... við verðum að fá það á tilfinninguna að eitthvað muni breytast vegna þessarar skýrslu og málið sé loks að komast á endastöð. Uppgjörið er eftir.

Vona svo að þið hafið gaman af því að lesa þessa skýrslu... á netinu mun ég lesa hana. Skil ekki alveg hvernig fólk nennir að panta hana í prentuðu formi, eins og einhvern reyfara. En kannski er þessi uppgjörskýrsla hálfgerður reyfari í og með.

mbl.is Ör vöxtur bankanna orsökin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband