Þorgerður Katrín segir af sér varaformennsku

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir gerir rétt með því að segja af sér varaformennsku Sjálfstæðisflokksins - taka hagsmuni Sjálfstæðisflokksins og umbjóðenda hennar fram yfir sína eigin. Hún á heiður skilið fyrir það að höggva með því á neikvæða umræðu um mál hennar.

Staða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hefur verið mjög veik frá efnahagshruninu, allt að því vonlaus. Betur hefði farið á því ef Þorgerður hefði vikið með Geir H. Haarde á landsfundinum í mars 2009. Þá þegar þurfti algjörlega nýja forystu í Sjálfstæðisflokknum.

Eitt er mikilvægt fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú... flýta þarf landsfundi, gera upp málin og horfa til framtíðar.

Ákvörðun Þorgerðar Katrínar er mikilvægur liður í því að gera upp við liðna tíð.

mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband