Jóhanna reynir að sparka Jóni úr ríkisstjórn

Súrrealískt er að fylgjast með vinstristjórninni lánlausu og framgöngu veruleikafirrta forsætisráðherrans. Ekki er nóg með að hún hafi logið að þingi og þjóð um launakjör Más Guðmundssonar, heldur ætlar hún nú að sparka á dyr öðrum ráðherranum úr röðum vinstri grænna: ekki var næg lexía að henda Ögmundi Jónassyni úr stjórninni með einstrengingslegum vinnubrögðum heldur á að taka Jón Bjarnason nú fyrir.

Samfylkingin vill koma í veg fyrir að andstæðingur ESB-aðildar stýri landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum í aðildarferlinu, sem er reyndar dauðvona, enda styður þjóðin ekki ESB-brölt Samfylkingarinnar. Þar vilja þeir fá auðsveipan ESB-fulltrúa við borðið.

Nú reynir á Steingrím J. Kyngir hann öllu fyrir völdin eða er eitthvað bein í nefinu á honum? Eða er hann bara auðmjúkur farþegi í hringekju Jóhönnu og Samfylkingarinnar? Valdasjúkur eða með snefil af hugsjónum?

mbl.is Aukafundur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband