Hjálmar Árnason hættir í stjórnmálum

Hjálmar Árnason Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, hefur ákveðið að hætta í stjórnmálum eftir að falla í þriðja sætið í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi. Hann tilkynnti um ákvörðun sína í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins fyrir nokkrum mínútum. Þetta eru mikil pólitísk tíðindi, enda er Hjálmar einn af forystumönnum flokksins. Hann lagði vissulega mikið undir í þessu prófkjöri og svo fór sem fór.

Það var greinilegt að Guðni Ágústsson var mjög þungur yfir mótframboði Hjálmars og því hefur verið svarað með þeim hætti að styðja Bjarna Harðarson í annað sætið. Mér fannst nokkuð merkilegt að sjá mómentið á Hótel Selfossi áðan þar sem að Hjálmar sté út. Það er mikil spenna milli hans og Guðna og greinilegt að þar hefur kólnað yfir samskiptum. Það þurfti ekki annað en sjá svipbrigði Guðna.

Það er erfitt um að spá hvort að þetta prófkjör veikji eða styrki flokkinn á svæðinu. Það hefur hiklaust styrkt mjög varaformanninn Guðna Ágústsson sem er nú enn sterkari leiðtogi flokksins á svæðinu en hann var áður. Mjög sterk kosning og afgerandi umboð sem hann fær á meðan að stjórnmálaferli Hjálmars Árnasonar lýkur með dramatískum hætti í kastljósi fjölmiðla.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hjálmar er velkominn í Sjálfstæðisflokkinn!

Ótrúleg afturhaldsöflin í Framsókn, að velja steingervinginn Guðna umfram Hjálmar er mér gjörsamlega óskiljanlegt en það er svo margt í fari Framsókn sem maður skilur ekki!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 21.1.2007 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband