Jóhanna laug að þingi og þjóð

Nú er endanlega staðfest að Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, laug að þingi og þjóð um launakjör Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Því verður ekki neitað lengur að hún lofaði honum sömu launakjörum og fyrri bankastjórar höfðu og þar með 400.000 króna launahækkun, sem enginn vildi síðar kannast við. Þá féll Lára V. Júlíusdóttir, formaður bankaráðs Seðlabankans, á sverðið fyrir Jóhönnu vinkonu sína þó öllum mætti ljóst vera að hækkunin væri loforð úr forsætisráðuneytinu.

Jóhanna hefur sloppið ótrúlega billega frá þessu máli. Ekki er eðlilegt að forsætisráðherra ljúgi að þingi og þjóð um mál af þessu tagi. Furðulegt er að aldursforseti þingsins, sjálfur forsætisráðherrann, hafi lagst svona lágt til að þagga málið niður en það kemur nú allhressilega í bakið á henni.

Jóhanna Sigurðardóttir var sem stjórnarandstöðuþingmaður mikill og sjálfskipaður siðferðispostuli sem þóttist öllum öðrum fremur geta dæmt menn og málefni. Nú ætti hún að taka það til fyrirmyndar og ákveða næstu skref sín, hvort svo sem hún segir af sér eða reynir að snúa staðreyndum á hvolf.

Sé hún sjálfri sér samkvæm hlýtur hún að segja af sér embætti. Hún er reyndar þegar orðin ansi völt í sessi eftir sveitarstjórnarkosningarnar þar sem Samfylkingin galt afhroð á landsvísu en lafir samt enn á völdunum.

Hún ætti kannski að taka annan lame duck á forsætisráðherrastóli, Halldór Ásgrímsson, sér til fyrirmyndar, en í dag eru fjögur ár síðan hann sagði af sér forsætisráðherraembættinu, mæddur og sár.


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband