Pínleg afneitun Jóhönnu

Sama hversu Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, reynir að neita ábyrgð á launakjörum Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, verður því ekki afneitað að reynt var kerfisbundið að fara framhjá lögum um kjararáð til að ákveða launin og vílað var um það í ráðuneytinu á hennar ábyrgð. Fáir trúa því, úr því sem komið er, að hún hafi enga aðkomu haft að því.

Atburðarásin sem opinberast gefur til kynna að löngu hafi verið ákveðið hver ætti að fá stöðuna og svo hafi verið reynt að fara marga hringi til að tryggja honum sem mestu launakjör miðað við þann ramma sem tryggður hafði verið. Unnið var í því á fullu af hálfu forsætisráðuneytisins og koma nánir samstarfsmenn forsætisráðherrans beint að því.

Fáir trúa því að forsætisráðherrann sjálfur hafi enga aðkomu haft að því eða lagt á ráðin um það. Þetta er vandræðalegt mál og hlýtur að vekja spurningar um af hverju forsætisráðherra komi ekki hreint fram og viðukenni hið augljósa.

mbl.is „Ræddi ekki launamálin“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband