James Bond loksins leyfður í Kína

Casino Royale 45 ár eru á þessu ári liðin frá því að Dr. No, fyrsta kvikmyndin um njósnara hennar hátignar, James Bond, var frumsýnd. Það vekur athygli að fyrst nú fær njósnarinn inni í kínverskum kvikmyndahúsum. Casino Royale er orðin vinsælasta kvikmyndin í myndabálknum um njósnarann og kannski viðeigandi að hún fái að vera sú fyrsta sem leyfð er í Kína. Það er vissulega með ólíkindum að ekki fyrr hafi myndir af tagi James Bond fengist sýndar í kínverskum kvikmyndahúsum.

Segir þetta meira en mörg orð um forræðishyggju stjórnvalda í Peking. Fyrir nokkrum mánuðum bönnuðu stjórnvöld þar sýningu á mynd meistara Martin Scorsese, The Departed, þar. Allar myndir eru síaðar fyrir almenning. Myndir sem þykja boða óæskileg áhrif eru bannaðar og fá ekki dreifingu af neinu tagi í landinu. Ekki er óalgengt að jafnvel þekktar myndir, t.d. með óskarsverðlaunastimpli eða aðrar víðfrægar myndir, sé haldið frá kínverskum almenningi.

Það fylgir sögunni að forsvarsmenn Sony Pictures í Kína séu alsælir að þurfa ekki að klippa myndina til að hún fáist sýnd. Þvílíkur molbúaháttur hjá kínverskum stjórnvöldum, nú sem fyrr.

mbl.is Casino Royale fyrsta Bond-myndin sem sýnd verður í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband