...til háborinnar skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn

Árni Johnsen Frændi minn, Georg Brynjarsson úr Reykjanesbæ, bar upp þá breytingatillögu á kjördæmisþingi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um síðustu helgi að Árni Johnsen, fyrrum alþingismaður, færi út af lista flokksins og röð hans breytt. Sú tillaga var felld. Með þeirri afgreiðslu var vist Árna á framboðslistanum staðfest með afgerandi hætti og greinilegt að flokksmenn í Suðurkjördæmi slógu þar skjaldborg utan um Árna Johnsen eftir allt sem á undan er gengið. Það voru afgerandi skilaboð að mínu mati eftir umræður síðustu vikna.

Þó að trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins hafi slegið skjaldborg utan um Árna og stöðu hans í stjórnmálum get ég ekki tekið undir þá ákvörðun. Ég er mjög ósáttur með það hvernig að þetta mál þróast og tel alveg óviðunandi að maður með fortíð Árna, sem greinilega sér ekki eftir einu né neinu fari aftur á þing. Ég er fjarri því ánægður með pólitíska endurkomu Árna. Hafi hún verið óviðeigandi eftir að hann fékk uppreist æru með athyglisverðum hætti varð hún að mínu mati enn meira óásættanleg þegar að hann nefndi lögbrot sín fyrir sex árum því afar óviðeigandi heiti; tæknileg mistök.

Ég hef unnið í Sjálfstæðisflokknum í mjög langan tíma, lagt mikið af mörkum í innra starfinu þar og lagt mig fram um að tala máli flokksins. Ég er að upplifa svolítið hik í garð flokksins vegna þessa máls, ég get ekki neitað því. Mín skrif hafa verið nokkuð afgerandi í þessu máli. Það varð að vera. Ég tók þá afstöðu að ég gæti ekki horft þegjandi á stöðu málsins eins og hún hefur verið. Það varð að tala án hiks og láta vaða í þá átt að segja að þetta væri óviðunandi. Ég sé ekki eftir því. Mér finnst þetta mál allt til háborinnar skammar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það hefur ekkert batnað yfir því. Mér finnst þetta óásættanlegt og get ekki þagað yfir því. Það er mjög einfalt mál.

Ég hafði lengi þá von í brjósti að forysta Sjálfstæðisflokksins myndi reyna að afstýra því að svona færi. Það gerðist ekkert í því. Hendur forystunnar eru vissulega mjög bundnar væntanlega, en það breytir samt ekkert því að þetta mál hefur skaðað flokkinn. Það hefur skaðað kjarna þeirra sem heiðarlegast hafa unnið fyrir flokkinn og lagt kraft í þau verkefni. Ég er einn þeirra sem er mjög hugsi yfir þessu. Ég á ekki mjög auðvelt með að skrifa undir þá samþykkt að Árni fari aftur á þing og sé frambjóðandi í nafni flokksins. Þetta er eitthvað sem ég get ekki skrifað undir og við það situr. Það er afgerandi ákvörðun mín.

Menn verða að íhuga næstu skref mjög vel. Ég fer ekki dult með þá skoðun að þessi pólitíska endurkoma Árna sitji mjög í huga fólks um allt land. Það er því mjög líklegt að endurkoma hans muni verða áberandi í umræðu um allt land. Ég veit mjög vel að svo er. Það er enginn vafi á því. Ég efast stórlega um að ég sé einn um þessa skoðun. Þetta er skoðun margra. Ég hef tekið þá afstöðu að ég ætla ekki að skipta um skoðun í þessu máli.

Það að Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi hafi markerað þessa niðurstöðu mun ekki breyta því að ég tjái andstöðu mína við framboð viðkomandi manns af fullum krafti áfram.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Ingi Lýðsson

Mjög góðar og athyglisverðar hugleiðingar hjá þér og eru að flestu leyti eins og talaðar úr mínu sinni.  Ég þekki nokkra sem hafa gengið svo langt að segja sig úr flokknum í mótmælaskyni.  Svo langt hef ég ekki gengið.  Hins vegar

Sveinn Ingi Lýðsson, 23.1.2007 kl. 13:38

2 Smámynd: Hrafn Jökulsson

Hér hefði forysta flokksins auðvitað þurft að grípa inn í á fyrri stigum. Það var ekki gert -- kannski vegna (of) mikillar kristilegrar mildi.

Davíð hefði nú aldrei látið þetta gerast, að "blessaður drengurinn" skundaði rakleitt aftur á þing...

Hrafn Jökulsson, 23.1.2007 kl. 13:40

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Það er alveg eins og ég hafi sjálfur skrifað þetta: Ég hef unnið í Sjálfstæðisflokknum í mjög langan tíma, lagt mikið af mörkum í innra starfinu þar og lagt mig fram um að tala máli flokksins. Ég er að upplifa svolítið hik í garð flokksins vegna þessa máls, ég get ekki neitað því. Mín skrif hafa verið nokkuð afgerandi í þessu máli ...

Hlynur Þór Magnússon, 23.1.2007 kl. 13:46

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Ég gekk lengst í þessu máli. Eftir 30 ár lauk tryggð minni við Sjálfstæðisflokkinn og stend fyrir því, ásamt öðrum, að mynda ný stjórnmálasamtök. Það eru takmörk fyrir því hvað hægt er að bjóða sæmilega vel meinandi (og hugsandi) fólki.

Stefán, miðað við hvernig skrif þín eru áttu ekkert erindi í Sjálfstæðisflokknum og mér þætti fengur í því að þú kæmir til liðs við okkur í Flokknum. Ég vil fullvissa þig um að það er enginn rugludallabragur á þessu. Flokkurinn er bara lítill ennþá ef það telst þá til sakar.

Haukur Nikulásson, 23.1.2007 kl. 14:57

5 identicon

Þá veit ég allavega hvaða flokk ég kýs ekki í þessum kosningum

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 15:07

6 identicon

Sæll Stefán

Tek undir með þér, vera Árna Johnsen er flokknum til vansa.  Ástæður tilgreinir þú í máli þínu, ég hygg að verst þyki öllum (þ. á. m. mér) sú staðreynd að maðurinn sér ekki eftir neinu - hann sýnir það þá með einkar klaufalegum hætti.  Ef flokksforystan hefur einvhern dug verður á málinu tekið og maðurinn leitar sér að vinnu annars staðar en á löggjafarsamkundu lýðveldisins.

Með kveðju, Magnús Már Þorvaldsson

Magnús Már Þorvaldsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 15:26

7 Smámynd: Júlíus Valsson

Það er eðli lýðræðis, að menn sitja á endanum uppi með þau stjórnvöld, sem þeir eiga skilið. 

Júlíus Valsson, 23.1.2007 kl. 15:39

8 identicon

Hefndin er sæt,  þannig hugsar langrækið fólk.  Prestlært fólk og aðrir góðir íslendingar ættu að geta sýnt samúð og veitt fyrirgefningu.  "Ég heiti Stefán Friðrik Stefánsson. Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill."  Þetta er lýsing þín Stefán á sjálfum þér.  Þegar lesin eru skrif þín um Árna Johnsen finnst mér sú lýsing ekki alveg eiga við.   Það vantar eitthvað um illkvittni og hatur, þráhyggju ofl. finnst mér.  Skrif þín um blessaðan kallinn bera með sér þráhyggju og slæman hug.  Eins góð og mörg skrif þín eru þá eru þau um Árna hætt að hitta í mark..,

Kv.  

Valbjörn

Valbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 16:21

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka fyrir kommentin. Er mjög sammála þér Magnús Már. Þetta atriði skiptir miklu máli í mínum huga. Enginn vafi á því.

Við verðum því miður að vera ósammála Valbjörn. Ég hef þessa skoðun - henni mun ég ekki leyna. Ég get ekki dregið þessa byrði, sem ég tel þennan skaddaða frambjóðanda verða okkur á kosningavetri. Algjörlega einfalt mál. Forysta flokksins verður að bera byrðina ef þeir vilja dröslast með mann með þessa fortíð aftur inn á þing. Ekki mun ég hjálpa þeim við það. Ég var alinn upp við það að hafi ég skoðun tjái ég hana. Það geri ég í þessu máli. Ég væri að bregðast innstu hjartarótinni minni tæki ég aðra afstöðu nú.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2007 kl. 17:01

10 identicon

Ég trúði því fram á síðustu stundu að þetta yrði ekki niðurstaðan.
Þetta bara einfaldlega gengur ekki að hann setjist á þing.

Óðinn Þórisson (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 18:48

11 identicon

Hvað með að virða leikreglur lýðræðisins?  Árni var kosinn í þetta sæti hvort sem ykkur líkar betur eða verr.  Var prófkjörið ekki bindandi?  Ummælin um "tæknileg mistök" opinberaði bara það sem allir vissu, að Árni iðraðist ekki í raun.  Þar sem honum var veitt uppreisn æru og fólk kaus hann (trúlega til að fá jarðgöng og aðra bitlinga) þá er ekkert við því að gera. 

GFJ (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 01:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband