Pétur Blöndal fer fram á móti Bjarna Ben

Mér finnst það jákvæð og góð tíðindi að Pétur H. Blöndal hafi gefið kost á sér til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Pétur sýnir kraft og kjark með framboðinu, eins og honum einum er lagið. Líst vel á að Pétur taki slaginn. Við höfum gott af því, við sjálfstæðismenn, að hafa líflega kosningu um formennskuna.

Hið besta mál er fyrir Bjarna Benediktsson að láta reyna á stöðu sína í kosningaslag við annan þingmann flokksins. Þetta ætti aðeins að styrkja flokkinn til verkanna framundan og veita formanninum öflugra umboð í þeirri uppbyggingu sem framundan er.

Mér finnst samt að Bjarni Benediktsson eigi að vera áfram formaður Sjálfstæðisflokksins og styð hann til þess. Tel að hann eigi að fá að leiða flokkinn í næstu þingkosningar, sem verða eflaust fljótlega þar sem vinstristjórnin lánlausa er komin að fótum fram.

mbl.is Pétur vill formanninn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband