Bjarni sigrar Pétur í formannskjöri

Bjarni Benediktsson fékk traust og gott endurkjör í formennsku Sjálfstæðisflokksins. Eftir árásir og aðför að Bjarna á undanförnum vikum kemur hann sterkur út úr þessum landsfundi, með endurnýjað umboð til verka. Bjarni fékk verðugt mótframboð frá Pétri Blöndal, einum reyndasta þingmanni Sjálfstæðisflokksins sem hefur verið mjög áberandi í sínum verkum á fimmtán ára þingmannsferli. Ekki kemur að óvörum að margir treysti Pétri.

Sjálfstæðisflokkurinn og Bjarni Benediktsson sem formaður hans er sterkari, tel ég, eftir þessa kosningu. Hávær orðrómur hafði verið um að Bjarni yrði sjálfkjörinn formaður og yrði klappaður upp eftir gömlu rússnesku fyrirmyndinni. Þetta var snörp en drengileg barátta, báðum formennsefnunum til sóma.

Fjarri því á að vera sjálfgefið að flokksleiðtogar séu einróma endurkjörnir á þessum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum og mjög jákvætt að tekist sé drengilega á um formennsku í flokkunum. Slíkt er lýðræðislegt og styrkir aðeins Sjálfstæðisflokkinn. Umboð formannsins er betra eftir slíka rimmu.

mbl.is Bjarni kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband