23.1.2007 | 18:08
Sögulegar vendingar hjá Óskarsverðlaununum
Það stefnir í sögulega óskarsverðlaunaafhendingu. Tilnefningarnar voru kynntar í dag - mikil tíðindi þar. Söngvamyndin Dreamgirls er tilnefnd til átta verðlauna en verulega athygli vekur að hún er ekki tilnefnd sem besta myndin og ekki heldur fyrir leikstjórnina. Það hefur ekki gerst í áratugi að mynd sem leiðir kapphlaupið í fjölda tilnefninga eigi ekki möguleika á helstu verðlaunum akademíunnar. Flestar tilnefningar að auki eiga Babel með sjö tilnefningar og The Departed með fimm. Öruggt má telja að önnur þeirra vinni hnossið.
Meryl Streep er tilnefnd í fjórtánda skiptið fyrir kvikmyndaleik, fyrir The Devil Wears Prada - enginn leikari í sögu verðlaunanna hefur hlotið fleiri. Hún sló met Katharine Hepburn, sem hlaut tólf, er hún var tilnefnd fyrir Adaptation árið 2003. Verulega athygli mína vekur að Jack Nicholson var ekki tilnefndur fyrir The Departed, en tilnefning hans hefði jafnað frægt fyrrnefnt met Kate Hepburn, en Nicholson hefur hlotið óskarinn þrisvar (oftast karlleikara) og verið tilnefndur ellefu sinnum, sem er það mesta í tilfelli karlleikara í 80 ára sögu akademíunnar.
Ýmislegt annað vekur mikla athygli. Merkilegt er að þrír blökkuleikarar; Forest Whitaker, Jennifer Hudson og Eddie Murphy, eigi raunhæfa möguleika á leikverðlaunum, en öll eru þau nú talin sigurstranglegust í sínum flokkum. Það yrði vissulega magnþrungið ef Eddie Murphy fengi uppreisn æru sem leikari eftir floppkenndan feril síðustu ára og fengi Óskarinn. Flestir þekkja hann fyrir smelli á borð við Beverly Hills Cop, Trading Places og 48 Hours. Sigur fyrir dramaframmistöðu hans sem soul-söngvarans í Dreamgirls myndi blása lífi í feril hans. Sigur Hudson yrði líka merkilegur í ljósi þess að henni mistókst að sigra Idolið árið 2004. Öllum er ljóst að hún er nú orðin víðþekkt stjarna.
Auk þessa eru þrjár breskar leikkonur tilnefndar í flokki aðalleikkvenna; Dame Judi Dench, Dame Helen Mirren og Kate Winslet. Flestir hafa talið Mirren nær örugga með sigur í The Queen, fyrir túlkun sína á Elísabet II Englandsdrottningu. Fjöldi leikkvenna frá Bretlandi gæti styrkt stöðu Meryl Streep og Penelope Cruz, sem fær tilnefningu fyrir Volver. Það er svo sannarlega sjaldgæft að leikkona í mynd án ensks tals fái tilnefningu. Margir hafa reyndar lengi beðið eftir að Cruz fái þennan heiður - eflaust mikil gleði á Spáni með það að Cruz sé tilnefnd fyrir túlkun sína í þessari mynd meistara Almodovars. Það yrði merkilegt ef Streep myndi vinna. Það yrði í þriðja skiptið; hefur unnið fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og Sophie´s Choice. En flestir veðja á Mirren.
Peter O´Toole fær nú sína áttundu aðalleikaratilnefningu; að þessu sinni fyrir að leika gamla vitringinn í Venus. Yndislegt kombakk segja gagnrýnendur. O´Toole hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, fágaður og flottur breskur leikari með mikla nærveru. Hann hefur aldrei unnið; fékk ekki verðlaunin fyrir óglemanlegar leikframmistöður í Lawrence of Arabia, The Ruling Class, The Lion in Winter og Becket. Hann fékk fyrir fjórum árum heiðursverðlaun þegar að flestir töldu fullreynt með að hann ynni þau á annan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú. Hann hlýtur að teljast sigurstranglegur, en sennilega er Forest Whitaker nær sigri fyrir glæsilega túlkun á Idi Amin, einræðisherranum frá Úganda í The Last King of Scotland. Þetta verður á milli þeirra.
Það stefnir í spennandi verðlaunaafhendingu. Vona umfram allt að Martin Scorsese fái núna loks leikstjóraóskarinn. Fyrst að Bill Condon er ekki tilnefndur fyrir Dreamgirls, eins ótrúlegt og það hljómar, hlýtur Scorsese að vinna. Alejandro González Iñárritu er vissulega líklegur til að geta átt séns á þessu fyrir Babel en fái meistarinn frá New York ekki óskar núna er æði líklegt að hann vinni aldrei. Hann hefur aldrei unnið; verið tilnefndur fyrir Raging Bull, Goodfellas og Aviator svo fátt eitt sé nefnt. Skandall ef hann fær ekki styttuna núna. Enn og aftur er Eastwood tilnefndur, en hann hefur unnið tvisvar svo að ekki fær hann verðlaunin fyrir Letters from Iwo Jima.
Bendi annars á tilnefningarnar svo að lesendur geti kynnt sér þær betur. Á eftir að pæla enn meira í þessu síðar. Fróðlegt hvernig fer og ég á eftir að rita meira um þetta. Er reyndar enn að meðtaka það að Dreamgirls fái þennan mikla heiður frá akademíunni og sé svo samhliða þeim heiðri snubbuð um bæði kvikmynda- og leikstjóratilnefningu. Sögulegt er það - sannkallaður súrsætur heiður. En meira um þetta síðar. :)
Meryl Streep er tilnefnd í fjórtánda skiptið fyrir kvikmyndaleik, fyrir The Devil Wears Prada - enginn leikari í sögu verðlaunanna hefur hlotið fleiri. Hún sló met Katharine Hepburn, sem hlaut tólf, er hún var tilnefnd fyrir Adaptation árið 2003. Verulega athygli mína vekur að Jack Nicholson var ekki tilnefndur fyrir The Departed, en tilnefning hans hefði jafnað frægt fyrrnefnt met Kate Hepburn, en Nicholson hefur hlotið óskarinn þrisvar (oftast karlleikara) og verið tilnefndur ellefu sinnum, sem er það mesta í tilfelli karlleikara í 80 ára sögu akademíunnar.
Ýmislegt annað vekur mikla athygli. Merkilegt er að þrír blökkuleikarar; Forest Whitaker, Jennifer Hudson og Eddie Murphy, eigi raunhæfa möguleika á leikverðlaunum, en öll eru þau nú talin sigurstranglegust í sínum flokkum. Það yrði vissulega magnþrungið ef Eddie Murphy fengi uppreisn æru sem leikari eftir floppkenndan feril síðustu ára og fengi Óskarinn. Flestir þekkja hann fyrir smelli á borð við Beverly Hills Cop, Trading Places og 48 Hours. Sigur fyrir dramaframmistöðu hans sem soul-söngvarans í Dreamgirls myndi blása lífi í feril hans. Sigur Hudson yrði líka merkilegur í ljósi þess að henni mistókst að sigra Idolið árið 2004. Öllum er ljóst að hún er nú orðin víðþekkt stjarna.
Auk þessa eru þrjár breskar leikkonur tilnefndar í flokki aðalleikkvenna; Dame Judi Dench, Dame Helen Mirren og Kate Winslet. Flestir hafa talið Mirren nær örugga með sigur í The Queen, fyrir túlkun sína á Elísabet II Englandsdrottningu. Fjöldi leikkvenna frá Bretlandi gæti styrkt stöðu Meryl Streep og Penelope Cruz, sem fær tilnefningu fyrir Volver. Það er svo sannarlega sjaldgæft að leikkona í mynd án ensks tals fái tilnefningu. Margir hafa reyndar lengi beðið eftir að Cruz fái þennan heiður - eflaust mikil gleði á Spáni með það að Cruz sé tilnefnd fyrir túlkun sína í þessari mynd meistara Almodovars. Það yrði merkilegt ef Streep myndi vinna. Það yrði í þriðja skiptið; hefur unnið fyrir leik sinn í Kramer vs. Kramer og Sophie´s Choice. En flestir veðja á Mirren.
Peter O´Toole fær nú sína áttundu aðalleikaratilnefningu; að þessu sinni fyrir að leika gamla vitringinn í Venus. Yndislegt kombakk segja gagnrýnendur. O´Toole hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, fágaður og flottur breskur leikari með mikla nærveru. Hann hefur aldrei unnið; fékk ekki verðlaunin fyrir óglemanlegar leikframmistöður í Lawrence of Arabia, The Ruling Class, The Lion in Winter og Becket. Hann fékk fyrir fjórum árum heiðursverðlaun þegar að flestir töldu fullreynt með að hann ynni þau á annan hátt. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist nú. Hann hlýtur að teljast sigurstranglegur, en sennilega er Forest Whitaker nær sigri fyrir glæsilega túlkun á Idi Amin, einræðisherranum frá Úganda í The Last King of Scotland. Þetta verður á milli þeirra.
Það stefnir í spennandi verðlaunaafhendingu. Vona umfram allt að Martin Scorsese fái núna loks leikstjóraóskarinn. Fyrst að Bill Condon er ekki tilnefndur fyrir Dreamgirls, eins ótrúlegt og það hljómar, hlýtur Scorsese að vinna. Alejandro González Iñárritu er vissulega líklegur til að geta átt séns á þessu fyrir Babel en fái meistarinn frá New York ekki óskar núna er æði líklegt að hann vinni aldrei. Hann hefur aldrei unnið; verið tilnefndur fyrir Raging Bull, Goodfellas og Aviator svo fátt eitt sé nefnt. Skandall ef hann fær ekki styttuna núna. Enn og aftur er Eastwood tilnefndur, en hann hefur unnið tvisvar svo að ekki fær hann verðlaunin fyrir Letters from Iwo Jima.
Bendi annars á tilnefningarnar svo að lesendur geti kynnt sér þær betur. Á eftir að pæla enn meira í þessu síðar. Fróðlegt hvernig fer og ég á eftir að rita meira um þetta. Er reyndar enn að meðtaka það að Dreamgirls fái þennan mikla heiður frá akademíunni og sé svo samhliða þeim heiðri snubbuð um bæði kvikmynda- og leikstjóratilnefningu. Sögulegt er það - sannkallaður súrsætur heiður. En meira um þetta síðar. :)
Dreamgirls fær flestar Óskarstilnefningar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 18:20 | Facebook
Athugasemdir
Veðja á að Letters from Iwo Jima verði valin besta mynd ársins en að Martin Scorsese verði valinn besti leikstjórinn.
Kjartan Atli (IP-tala skráð) 23.1.2007 kl. 21:00
Sæll
Takk fyrir kommentið. Já, þetta verður spennandi. Letters from Iwo Jima er hiklaust mjög sterk mynd. Sigur hennar yrði mjög merkilegur auðvitað. Er viss um að hún á möguleika á þessu. Annars er þetta mjög spennandi flokkur og allt mjög góðar myndir, hver á sinn hátt. Scorsese mun vonandi fá óskarinn. Annað er bara skandall, hreint út sagt. Þetta verður fjörugt, enda margir flokkar óvissir og spenna yfir.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 23.1.2007 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.