Oddur Helgi fetar í fótspor Kennedyanna sálugu

Oddur Helgi Halldórsson, formaður bæjarráðs og yfiroddviti L-listans, komst frekar óheppilega að orði í útvarpsviðtali í gær þegar hann líkti fjölskyldustemmningu L-listans í nefndakerfi Akureyrarbæjar við sigurgöngu Kennedyanna sálugu í bandarískum stjórnmálum. Hann gat fá dæmi nefnt úr íslenskum stjórnmálum til að verja það að setja dóttur sína, tengdason og aðra ættingja í nefndir bæjarins.

Þetta er í sjálfu sér algjörlega óverjandi og því er vörn Odds Helga í besta falli pínleg. Ég held að þeir sem kusu L-listann til valda til að stuðla að breytingum hafi verið illa sviknir þegar nefndakapall bæjarins var afhjúpaður. Svona fjölskyldutengsl í öllu batteríinu er afleitur og hreinlega til skammar að mínu mati. Eru þetta breytingarnar sem fólk kaus hér á Akureyri?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband