Lúðvík sættir sig loksins við kosningaósigurinn

Lúðvík Geirsson gerir hið eina rétta með því að segja af sér sem bæjarstjóri í Hafnarfirði. Hann hefði betur sætt sig fyrr við kosningaúrslitin í Hafnarfirði. Þar var honum hafnað, náði ekki kjöri í bæjarstjórn en ætlaði samt að sitja áfram við völd eins og ekkert hefði í skorist. Vinnubrögð Lúðvíks og Samfylkingarinnar minntu helst á valdagræðgi þar sem ekki var horfst í augu við ósigur.

Bæjarbúar höfðu líka fengið nóg og ætluðu að krefjast íbúakosningar um ráðningu Lúðvíks í bæjarstjórastólinn. Þar hefðu vinstri grænir þurft að leggja allt sitt undir fyrir Lúðvík til að meirihlutinn héldi og það hefði verið pólitískt hættuspil. Það var ekki að fara að gerast og endalokin því alveg augljós.

Lúðvík hefði betur horfst í augu við þetta að loknum kosningum, en betra er seint en aldrei. Menn geta nefnilega ekki setið umboðslausir við völd. Þetta sá meirihlutinn í Hafnarfirði að lokum.

mbl.is Sér eftir Lúðvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband