Verðskuldaður sigur Spánverja á HM



Spánverjar unnu HM mjög verðskuldað að mínu mati, voru einfaldlega fremstir meðal jafningja á þessu móti og sýndu mátt sinn og megin æ ofan í æ. Þeir voru hungraðir í sigur, náðu að slá af sér Hollendinga, sem voru frekar brútal og beittir, það skildi einfaldlega á milli í framlengingunni þegar Spánn tók þetta, traust og flott.

Bæði lið voru hungruð í sigur á mótinu en krafturinn, einbeitingin og samstaðan í spænska liðinu var miklu sterkari. Þeir tóku þetta mót yfirvegað og klókt, voru í sérflokki. Þetta er einfaldlega besta liðið í dag, bæði á pappírunum sem og í verki.

S-Afríka hélt flott mót, stóðu sig vel, þvert á vondar spár margra sem töldu að HM yrði þeim ofviða. Geta verið stoltir af vandaðri umgjörð - mótið er rós í hnappagat þeirra, ekki spurning með það.

Mjög ánægjulegt að sjá gömlu kempuna Nelson Mandela á úrslitaleiknum. Mandela var traustur leiðtogi, sem sýndi sanna forystu í verki með því að sýna styrk, fyrirgefa hið ófyrirgefanlega.

Hann er og verður ein besta fyrirmynd sannra leiðtoga. Nærvera hans á mótinu, sem hann lék svo mikinn þátt í að tryggja í Suður-Afríku, var mikils virði.

Og já spænsku íþróttafréttamennirnir sýndu okkur hvernig á að fagna og það alla leið. Þetta minnir örlítið á Bubba og Ómar í boxinu.

Viva España!
:)



mbl.is Spænsku sjónvarpsmennirnir misstu sig (myndband)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband