Skiljanleg óánægja með innritunarkerfið

Aflagning samræmdu prófanna í grunnskólum landsins hefur reynst mikið ógæfuskref. Æ betur sést að það hefur leitt af sér meiri óánægju nemenda og ómarkviss vinnubrögð þegar unnið er úr umsóknum í framhaldsskólana. Tryggja þarf sanngjarna og trausta mælistiku á námsárangur, sem tryggir heiðarlegri mælingu og önnur vinnubrögð við matið.

Óánægja námsmanna eykst sífellt, enda afleitt að nú geti nemendur í vissum borgarhverfum eða sveitarfélögum sem hafa staðið sig vel ekki valið draumaskólann sinn eða átt möguleika á því að skara fram úr í skóla sem þeir óska og hefðu að öllu eðlilegu áður flogið inn í.

Ekki er hægt annað en taka undir með góðri og uppbyggilegri gagnrýni Lárusar og Hersis Arons á þetta kerfi. Þeir koma vel fyrir og færa málefnaleg rök fyrir skoðun sinni og hafa auðvitað rétt fyrir sér.

Þessi vitleysa var gerð í nafni jöfnuðar, niðurstaðan er að nemendur máttu ekki skara fram úr og skólarnir greinilega ekki heldur. Stokka verður kerfið upp og gera vinnubrögðin sanngjarnari.

mbl.is Nían nægði ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband