Er Jón Gnarr borgarstjóri eða trúður?

Ég hélt fyrst þegar ég sá Jón Gnarr, borgarstjóra, í draginu í kvöld að þarna væri Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mætt. Hún fannst loksins í flugi í dag og hafði verið ósýnileg dögum saman, meðan ein helsta vonarstjarna Samfylkingarinnar fuðraði upp, sem telst víst visst afrek í gúrkunni. Engum í pressunni datt í hug að leita að formanni Samfylkingarinnar. Segir allt sem segja þarf um stöðu hennar.

En hvað með það. Mér fannst þetta frekar hallærislegt hjá borgarstjóranum. Mér finnst það alltaf frekar kjánalegt þegar menn klæða sig upp í kvenmannsföt sem hafa ekki kenndir til þess að gera það. Þessi brandari Besta flokksins er farinn að verða ansi súr. Eru ekki nokkrir dagar síðan leitað var að þessum borgarstjóra til að efna kosningaloforð um hreinsunarátak í borginni en hann talaði um vinabæjarsamband við Múmíndal?

Ætla Reykvíkingar að hafa skemmtikraft á fullum borgarstjóralaunum í fjögur ár við að leika trúð? Eru ekki nóg önnur og brýnni verkefni á dagskrá?


mbl.is Óvæntur gestur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband