Spenna yfir handboltanum - hvernig fer leikurinn?

Íslenska liðið fagnar sigri Handboltinn er mál málanna þessa dagana hérna heima. Liðinu okkar hefur verið að ganga vel og með hverjum sigri aukast væntingar okkar landsmanna - eðlilega vissulega. Næsti leikur hefst núna á sjötta tímanum. Nú eru það Pólverjarnir - við megum eiga von á enn einum spennuleiknum. Sigur í dag tryggir sæti í undanúrslitum.

Spennan hefur verið gríðarleg á öllum leikjunum - eins og við á. Góður árangur endurspegla mjög vel gríðarlegan áhuga allra landsmanna. Öll viljum við styðja við bakið á okkar mönnum. Spái að sjálfsögðu sigri okkar manna, en þetta verði jafn og öflugur leikur - jafnvel enn jafnari en leikurinn við Túnis.

Væri gaman að heyra í ykkur og fá spá um hvernig að þetta fari, svona til gamans, áður en leikurinn hefst, hafi lesendur skoðun á því. Efast reyndar ekki að allir landsmenn, eða langflestir allavega, hafi skoðun á handboltanum.

mbl.is Alfreð: „Pólverjar gætu brotnað saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér fyrir pælingarnar Óskar. Mjög gaman að fara yfir þær.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 25.1.2007 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband