Kirkjuráð stígur mikilvægt skref

Mér finnst kirkjuráð stíga mjög mikilvægt skref í að bæta fyrir alvarleg mistök þjóðkirkjunnar í kynferðisbrotamáli Ólafs Skúlasonar, biskups, með því að biðja Guðrúnu Ebbu Ólafsdóttur og Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur afsökunar. Yfirlýsingin tekur mjög afgerandi á málinu, þar er viðurkennt að alvarleg mistök voru gerð og beðist fyrirgefningar. Þetta er mjög virðingarvert og ber að hrósa því sem vel er gert.

Mér finnst þjóðkirkjan vera að feta rétta leið með því að gefa út þessa yfirlýsingu í nafni kirkjuráðs og með rannsókn sem verður gerð á málinu öllu af aðilum ótengdum þjóðkirkjunni. Mikilvægt er að allar staðreyndir, hversu erfiðar og sorglegar þær eru, fari upp á borðið og þetta mál verði hreinsað alveg burt svo allir hlutaðeigandi geti unað sáttari við en ella.

Þó verður aldrei algjörlega bætt fyrir mistök fortíðar. Þau tilheyra liðnum tíma. En það er hægt að reyna að gera sitt besta með því að slá leyndarhjúpnum af. Þetta er erfitt mál fyrir þjóðkirkjuna og alla hlutaðeigandi.

En það er mikilvægt að sú staðreynd að kynferðisbrotamaður var biskup á Íslandi verði viðurkennd. Aldrei verður bætt fyrir þau mistök en það er hægt að reyna að gera hið rétta í vondri og erfiðri stöðu.

mbl.is Kirkjuráð biðst fyrirgefningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband