Jóhannes frá Bónus

Seint verður sagt að það komi að óvörum að skuldakóngurinn Jóhannes Jónsson sé farinn frá Bónus og hafi misst tökin á Högum. Þó er alveg kostulegt að þurfi að borga honum stórupphæðir til að fara þaðan út, maðurinn sem skilur ekki eftir sig neitt nema skuldir og óreiðu.

Jóhannes í Bónus naut lengi vel stuðnings og trausts þjóðarinnar. Hann var þó undir það síðasta orðinn ónýtt bissnessmerki -  táknmynd óráðsíunnar og sukksins sem einkenndi útrásina.

Sonur hans var einn helsti merkisberi hennar, en hefur lítið haft sig í frammi að undanförnu og haft föður sinn sem einhvern skjöld fyrir enduruppbyggingu eftir að allt bixið drukknaði í skuldafeni.

Þjóðin er greinilega búin að fá nóg, vill hreint borð og uppstokkun í bönkum og bissness. Skal heldur engan undra. Farvel Jóhannes frá Bónus.


mbl.is Jóhannes hættir hjá Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband