Spaugstofan fer í læsta dagskrá á Stöð 2

Ég vil óska Stöð 2 til hamingju með að hafa landað Spaugstofunni, þar sem þeir verða væntanlega í læstri dagskrá. Þetta er nokkur niðurlæging fyrir Ríkissjónvarpið, enda var Spaugstofan ein þeirra helsta skrautfjöður og var orðinn einn af langlífustu þáttum íslenskrar sjónvarpssögu. Þeim fer nú reyndar fækkandi skrautfjöðrum Ríkissjónvarpsins sem Stöð 2 hefur ekki náð yfir til sín.

Sparnaðarbragurinn á Ríkisútvarpinu vekur nokkra athygli meðan innheimt eru afnotagjöld með lögboði, hvort sem fólki líkar betur eða verr, og miklar auglýsingatekjur koma inn. Hvers vegna getur Páll Magnússon og hans fólk ekki framleitt íslenskt sjónvarpsefni eins og aðrir miðlar. Er ekki kominn tími til að stokka upp yfirbygginguna eða einfaldlega leggja niður ríkismiðla.

Spaugstofan hefur fyrir löngu markað sér sess og mun eflaust halda áfram að gera góða hluti á nýjum vettvangi.

mbl.is Spaugstofan á Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband