Eru konurnar að flýja Samfylkinguna?

Ágúst Ólafur og Ingibjörg Sólrún Það er merkilegt að sjá krísuna sem blasir við Samfylkingunni; fylgið er í frjálsu falli og frammistaða formannsins er umdeild. Ofan á allt er merkileg sú staðreynd að konur virðast vera að flýja flokkinn unnvörpum. Skoðanakannanir sýna kristalskýrt að kvennafylgi flokksins er minna en jafnan áður og þær virðast í auknu mæli horfa í aðrar áttir. Þetta gerist þó að formaður Samfylkingarinnar sé kona.

Á meðan að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var vonarstjarna vinstrimanna sem borgarstjóri í Reykjavík er horfði til landsmálaframa var það metið henni mikilvægt að vera kona á framabraut - í kosningunum 2003 var hún með eftirminnilegum hætti kynnt sérstaklega í glæsilegri litaútgáfu skælbrosandi andspænis svarthvítum karlkyns forverum á valdastóli; allt frá Hannesi Hafstein til Davíðs Oddssonar. Umdeild auglýsing, en skýr skilaboð - mjög afgerandi. Þá var stuðningur kvenna við Samfylkinguna talsverður eins og flestir muna.

Það að konurnar horfi annað er táknrænt og athyglisvert fyrir konuna sem mesta möguleika á að leiða ríkisstjórn, þó minni möguleikar séu á því nú en var árið 2003. Þá barðist hún við Davíð Oddsson, manninn sem hún dýrkaði að þola ekki. Nú er Davíð farinn..... líka mesti vindurinn úr seglum Ingibjargar Sólrúnar. Táknrænt - en athyglisvert, ekki satt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Eigum við ekki von á yfirlýsingu fljótlea frá Ingibjörgu þar sem hún tilkynnir afsögn sína sem formaður Samfylkingarinnar svo nýr formaður geti unnið í því að vinna fylgið til baka?  Eða eru persónulegir hagsmunir hennar mikilvægari en hagsmunir Samfylkingarinnar?

Guðmundur H. Bragason, 27.1.2007 kl. 03:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband