Áfellisdómur yfir þinginu og stjórnkerfinu

Ég undrast ekki að stóridómur Atla Gíslasonar hafi ákveðið að leggja til að fjórir ráðherrar verði dregnir fyrir landsdóm. Almenningur kallaði mjög skýrt eftir uppgjöri og þessi leið er ein þeirra sem slekkur hefndarþorsta almennings vegna falls fjármálakerfisins þar sem margir lykilmenn stjórnkerfisins brugðust algjörlega þegar taka þurfti á óstjórn helstu forsvarsmanna fjármálakerfisins sem engin bönd héldu í græðgi.

Að mörgu leyti er mikilvægt að afgreiða þessi mál af festu og ábyrgð og láta reyna á pólitíska ábyrgð þeirra sem brugðust á vaktinni. Það er einfalt að þessir ráðherrar brugðust þjóðinni, en umfram allt þeim sem kusu þá til valda og treystu þeim fyrir stjórn landsins. Mörg og mikil mistök voru gerð sem einhver verður að taka ábyrgð á.

Verst af öllu er að landsdómur er að mörgu leyti úreltur og hefði þurft að breyta vinnuaðferðum og umgjörðinni á bakvið hann. Fara þarf yfir alla þá þætti, þó betur hefði farið á því að landsdómur hefði verið færður til 21. aldarinnar og við hefðum átt stjórnmálamenn sem hefðu skynjað betur að þar þurfti að breyta til.

Þingið ætlar sér að afgreiða þessar ákærutillögur og ræða þær á einhverjum tveimur til þremur dögum. Það er algjör ósvinna að mínu mati. Þetta er engin einföld þingsályktunartillaga. Þarna er stórmál á ferðinni og færi vel á því að þessi mál yrðu rædd betur og tekinn góður tími til að fara yfir það.

Þarna þarf að vanda til verka og klára mál með viðunandi hætti, fyrir framtíðina sko!


mbl.is Tvær tillögur um málshöfðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband