Forsetinn tekur slaginn við ESB-valdið

Mér finnst það traust og flott hjá Ólafi Ragnari Grímssyni að taka slaginn við ESB-valdið. Hvað sem segja má um verk hans í útrásinni og umdeild orð til varnar þeim sem lögðu íslenskt þjóðfélag í rúst er ekki hægt að segja annað en forysta hans í Icesave-málinu síðustu mánuði hafi verið þjóðinni heilladrjúg og farsæl. Hvar stæðum við nú hefði forsetinn ekki synjað hinum afleitu Icesave-samningum sem þingið samþykkti illu heilli?

Enginn ver lengur af neinu marki þá lélegu samninga nema Svavar Gestsson, aðalsamningamaðurinn sem gerði svo afleitan díl. Hrakspár formanna stjórnarflokkanna um alvarlegar afleiðingar synjunarinnar, dómsdagsspár um að allt fari hér fjandans til, rættust ekki.

Þjóðin fékk annað tækifæri með synjun forsetans. Hann gaf þjóðinni tækifæri til að tjá skoðun sína á Icesave-samningum ríkisstjórnarinnar. Það ferli allt fékk falleinkunn frá kjósendum. Og fólk fór á kjörstað þó forsætisráðherrann reyndi að gera lítið í kosningunni.

Íslendingar hafa kynnst því vel í Icesave-málinu hvernig félagsskapur ESB er. Ekki þarf að hugleiða það lengi. Forsetinn hefur að ég tel stuðning þjóðarinnar í hugleiðingum sínum. Þjóðin vill ekki semja við ESB og binda trúss sitt við það meir en orðið er.


mbl.is Hvers konar klúbbur er þetta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband