Hik á Jóhönnu - orðin hrædd um sjálfa sig

Eftir hörkuleg ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, um að draga þurfi ráðherra fyrir landsdóm til að friða almenning er nú komið greinilegt hik á hana. Ætli Jóhanna hafi áttað sig á því að ákærur muni auka líkur á því að hún sjálf og Steingrímur J. Sigfússon þurfi að svara fyrir afleita stjórn á Icesave-málinu og jafnvel enda sjálf fyrir landsdómi vegna þess?

Auk þess er greinilegt að Samfylkingin logar vegna umræðu um ákærurnar og þar koma gamlar átakalínur í ljós. Ekki má heldur gleyma því að málið er mjög rýrt í höndum Atlanefndarinnar og stendur varla steinn yfir steini. Jóhanna hefur því skipt um stefnu til að friða hópinn og standa vörð um eigin hag.

mbl.is Gagnrýnir málsmeðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband