Jóhanna slátrar þingmannanefndinni

Ekki er ofsögum sagt að Jóhanna Sigurðardóttir hafi slátrað Atlanefndinni með harðri gagnrýni sinni í dag. Áfellisdómurinn er algjör og vandséð annað en trúverðugleiki Atla Gíslasonar sem formanns nefndarinnar sé gjörsamlega búinn. Forysta Samfylkingarinnar hefur allavega fellt sinn dóm yfir verklagi nefndarinnar og velur frekar að slá af fulltrúa sína í nefndinni og alla þá sem greiddu atkvæði með ákærum. Getur Atli Gíslason setið áfram eftir þennan áfellisdóm?

Forsætisráðherrann virðist vera dauðhrædd og hugsar nú um eigið skinn. Hún var auðvitað ráðherra í hrunstjórninni og sat í ráðherranefnd um efnahagsmál með þremur af þeim fjórum sem lagt er til að verða ákærðir. Hún myndi án nokkurs vafa fara mjög illa út úr vitnaleiðslum fyrir Landsdómi og óttast augljóslega um að verða dregin fyrir landsdóm vegna Icesave-afglapanna margfrægu, en hún klúðraði því máli feitt með Steingrími Jóhanni.

En þessi áfellisdómur markar hringsnúning hjá Samfylkingunni. Jóhanna virðist ekki beint vera að leiða hugann að því að réttlætið eða sannleikurinn fái að koma í dagsljósið heldur hvernig hún bjargar eigin skinni.

mbl.is Umskipti hjá Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband