Ingibjörg Sólrún tekur Jóhönnu með sér í fallinu

Ingibjörg Sólrún sendir Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, skýr skilaboð með greinargerð sinni til þingmanna. Eigi að henda henni fyrir björg mun hún taka Jóhönnu með sér. Afgerandi ummæli Ingibjargar um pólitíska ábyrgð Jóhönnu, þar sem hún leggur lykkju á leið sína til að benda á aðkomu forsætisráðherrans að yfirlýsingu til norrænna seðlabanka í maí 2008 gefur til kynna að nú sé verið að brýna hnífana. Átökin séu rétt að hefjast.

Þetta vekur vissulega athygli eftir að Jóhanna tók talsverða pólitíska áhættu með því að slá í raun af ákærurnar á hendur fyrrum samstarfsmönnum sínum með því að nota völd sín og hjóla í Atlanefndina. Í raun má segja að hún hafi slátrað nefndinni, eins og ég hef áður bent á. Þar urðu viss pólitísk vatnaskil í þessu máli og ný atburðarás hófst. Jóhanna tók Ingibjörgu Sólrúnu þar sérstaklega úr hópnum og varði.

Ingibjörg Sólrún virðist vera að búa sig undir blóðug átök, hvort sem hún verður ákærð eður ei. Væntanlega verði þar farið í hefndir gegn þeim sem snerust gegn henni innan flokksins og stóðu að því að taka hana inn í hóp hinna ákærðu í þingferlinu. Hasarinn er því væntanlega rétt aðeins að hefjast. Jóhanna virðist ekki að sleppa eins billega og sýndist fyrr í vikunni þegar hún tók hringsnúninginn í þingræðunni.

mbl.is Skrifaði undir fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband