Örlagastund á Alþingi

Þá er komið að atkvæðagreiðslu á Alþingi um hvort ákæra skuli fjóra ráðherra fyrir hrun: Geir Haarde, Ingibjörgu Sólrúnu, Árna Mathiesen og Björgvin G. Sigurðsson. Þetta er auðvitað mikil örlagastund, bæði vegna þess að margir samstarfsmenn þessara ráðherra árum eða áratugum saman sitja á Alþingi og átakalínur miklar um hvort þeim skuli stefnt fyrir landsdóm og hann virkjaður þar með í fyrsta skipti frá árinu 1905.

Ég spái því að þessar ákærur verði felldar og landsdómur ekki virkjaður. Það er mikið undir í þessu máli og ekki eðlilegt að ákæra nema algjör vissa sé um sakfellingu í alvarlegum málum. Nú reynir á vilja þingmanna og mikilvægt að þeir kjósi eftir hjartanu, sannfæringin fái að ráða um sekt eða sakleysi þeirra sem lagt er til að verði ákærðir.

mbl.is Atkvæðagreiðsla hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband