Geir ákærður - Alþingi fetar inn á hála braut

Geir Hilmar Haarde
Alþingi Íslendinga hefur nú samþykkt að stefna aðeins Geir Hilmari Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir landsdómi. Mér finnst þetta dapurleg niðurstaða, enda er hún pólitísk aðför að einum manni. Hafi verið tilefni til ákæru átti að ákæra alla ráðherrana sem heild, en ekki velja einn úr. Þetta er því mjög óheppilegt og lítur illa út. Þarna fer Alþingi inn á mjög hála braut.

Hentistefna Samfylkingarinnar er algjör. Nokkrir þingmenn þeirra ákváðu að stefna Geir Haarde en skiptu svo um skoðun þegar kom að því að kjósa um fulltrúa þeirra flokka. Niðurstaða þeirra er pólitísk og full af tækifærismennsku. Þar sé öðrum en fulltrúum þeirra í ríkisstjórn fyrir hrun um að kenna. Þetta er billegt og hlýtur að hafa afleiðingar. Þetta er ekki stórmannlegt.

Mér finnst Alþingi setja niður sem stofnun með svona afgreiðslu mála. Þetta er til skammar.

mbl.is Mál höfðað gegn Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband