Ísland í átta liða úrslitin - sigur gegn Slóvenum!

Íslenska liðið fagnar sigri Æsispennandi leikur í Halle áðan - enn ein spennustundin fyrir okkur Íslendinga á þessu heimsmeistaramóti í Þýskalandi. Sigur gegn Slóvenum er staðreynd - glæsilegur sigur. Með þessu erum við Íslendingar búnir að tryggja okkur sæti í átta liða úrslitunum.

Var að fylgjast með leiknum meðfram því að fylgjast með stöðu mála í Frjálslynda flokknum. Spennustund á báðum leikvöllum, með merkilega ólíkum hætti þó. En þetta er ánægjulegur sigur og við hljótum að reyna að gera okkar besta í átta liða úrslitunum.

En þetta var grunnkrafan fyrir okkur í þessari stöðu. Allt eftir þetta er og verður plús. En við eigum og getum farið lengra en í áttunda sætið, tel ég. Vonandi náum við að spila um bronsið hið minnsta. Það eru enn meira spennandi leikir framundan, svo mikið er víst. Og á morgun leikur gegn Þjóðverjum sjálfum. Mikil spenna þar.

mbl.is Ísland í 8-liða úrslit eftir sigur á Slóveníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband