Til hamingju Ísland

Þvílík snilld sem það var að fylgjast með Gylfa Þór Sigurðssyni skjóta Skota í kaf og koma íslenska U21 árs liðinu á EM í Danmörku. Gylfi er alveg í sérflokki, þetta er einn besti knattspyrnumaður Íslandssögunnar. Enginn vafi á því. Hann mun komast langt, öll helstu stórliðin í Evrópu munu keppast um að fá hann í sínar raðir fyrr en síðar.

Ekki hægt annað en vera stoltur af því að vera Íslendingur á þessu fagra kvöldi. Árangur Íslands er glæsilegur - gaman að sjá íslenskt karlalandslið loksins vera að uppskera allt sitt erfiði. KSÍ gerði hið eina rétta með því að láta 21 árs liðið vera í forgangi.

Til hamingju strákar - til hamingju Ísland!

mbl.is Ísland í úrslit EM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband