Viðtal og viðbrögð - pólitísk iðrun Árna

Suðurkjördæmi Það ber sennilega hæst í vikunni hjá mér að ég var í viðtali á Stöð 2 á fimmtudag. Þar var rætt við mig í kjölfar bloggskrifa minna um pólitíska endurkomu Árna Johnsen. Ég fékk talsverð viðbrögð við þessu viðtali; í mig hringdi fjöldi fólks og sendi mér tölvupóst til að taka undir skoðanir mínar og senda mér góðar kveðjur. Sumt af þessu fólki hef ég aldrei talað við áður. Einnig fékk ég vissulega viðbrögð nokkurra einstaklinga í aðra átt. Það er eins og það er bara.

Ég sé ekki eftir einu né neinu - hreint út sagt. Það sem ég tjáði í þessu viðtali eru skoðanir sem birst hafa hér á þessum bloggvef mjög oft. Þær eru afgerandi í huga mér og ég mun ekki hylja þær. Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn til að afsala mér málfrelsi mínu og ég er ekki persóna sem gleypi einhverjar standard-skoðanir sem ég get ekki varið út í frá. Ég hef fyrir löngu sagt mínar skoðanir í þessu máli. Það er alveg ljóst að ég er ekki þannig gerður að ég leyni mínum hug og þessi vefsíða er vettvangur skrifa útfrá mínum pælingum.

Ég get ekki stutt það sem mér er á móti skapi og ekki heldur varið eitthvað sem er í hjarta mér rangt. Þetta mál er eitt þeirra sem gerast innan Sjálfstæðisflokksins sem ég get með engu móti varið og ég tjáði mig og endurtók þær skoðanir. Hafi einhver talið þetta harkaleg viðbrögð finnst mér svo ekki vera. Mér fannst þetta vera frekar væg útgáfa alls sem ég hef skrifað. Heilt yfir fylgi ég hjartanu. Þó að ég hafi verið nokkurn tíma í virkum störfum innan Sjálfstæðisflokksins og lengi unnið honum gagn í innra starfinu get ég ekki skrifað upp á allt sem gerist þar innanborðs.

Heilt yfir er ég sáttur við þetta viðtal. Mér fannst reyndar áherslan um orðið athyglisvert hvað varðar uppreist æru merkilega mikið. Það orð var valið til að lýsa því að handhafarnir tóku þetta verkefni að sér. Það fannst mér óheppilegt í ljósi þess að Árni var þingmaður Sjálfstæðisflokksins og þetta hefði átt að vera sett í verkahring forsetans. En það er ekki stóra málið. Endurkoma Árna í þingflokkinn var ekki verk handhafanna. Það voru flokksmenn á Suðurlandi og Reykjanesi sem unnu að því. Það er ég ósáttur við.

Árni er í viðtali í Blaðinu í gær. Hann segist iðrast. Ég veit ekki orðið hvað skal segja um þetta mál. Árni átti að hugsa út í iðrun og eftirsjá afbrota sinna, sem voru stóralvarlegs eðlis, áður en hann valdi orðin tæknileg mistök til að lýsa því af hverju hann hrökklaðist af þingi fyrir sex árum. Eftir stóðu orð sem eru og verða alltaf óviðunandi. Ég hef allavega gert hreint fyrir mínum dyrum og komið vel fram skoðun minni - talað hreint út. Mér líður mun betur núna hafandi komið þvi vel á framfæri!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka þér kærlega fyrir kveðjuna Þrymur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.1.2007 kl. 17:48

2 identicon

Sæll Stefán..

Þú segir "  Ég gekk ekki í Sjálfstæðisflokkinn til að afsala mér málfrelsi mínu og ég er ekki persóna sem gleypi einhverjar standard-skoðanir sem ég get ekki varið út í frá. Ég hef fyrir löngu sagt mínar skoðanir í þessu máli. "

Ég hef fylgst með stjórmálum á Íslandi lengi. Það hefur allst ekki tíðkast hjá óbreyttum sjálfstæðismönnum að tjá skoðanir sínar opinberlega ef þær ganga ekki í takt við opinberar skoðanir og skipanir flokksins. Þeir sem gerðu það lentu gjarnan úti á kanti og fengu ekki áhrif eða völd. Ég tala nú ekki um menn sem gegna störfum fyrir flokkinn...þá telst það höfuðsynd fyrir hvern þann sem það gerir. Ég er sammála þér...menn afsala sér ekki málfrelsi og ég vona svo sannarlega að þér gangi vel  með þetta en óttast að slíkt muni að lokum leiða til þess að hlutverki þínu sem opinbers Sjálfstæðismanns ljúki fljótlega.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 28.1.2007 kl. 20:06

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ragnar: Takk kærlega fyrir góð orð.... já ég er ekki í vafa um það.

Jón Ingi: Ég segi bara mínar skoðanir - það er ekki flóknara en það. Það er ekki minn tebolli að fara í grafgötur með hlutina. Ég er líka fullviss um það að flestir í flokknum eru sömu skoðunar og ég við innsta beinið. Það nægir mér alveg.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.1.2007 kl. 23:05

4 Smámynd: Sjensinn Bensinn

Þetta Árna mál mun verða XD mjög erfitt. 

Það mun enginn taka það af honum Árna að hann er eflaust einn duglegasti þingmaður sem hefur setið á Alþingi. En alveg eins og bankastarfsmaðurinn sem stelur úr bankanum, alveg sama hversu duglegur hann var, hann verður ekki ráðinn aftur.

Ég var alveg tilbúinn að fyrirgefa þessum manni, og hugsanlega að opna fyrir þann möguleika að koma á þing.  

En þetta viðtal við hann í RUV var skandall, og ekki skánaði þetta í viðtalinu í Blaðinu. Maðurinn talaði eins og hann væri kristilegur spámaður. 

jæja, svona er þetta.  

Sjensinn Bensinn, 29.1.2007 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband