Margrét yfirgefur Frjálslynda flokkinn

Margrét Sverrisdóttir Margrét Sverrisdóttir mun nú hafa tekið ákvörðun um að yfirgefa Frjálslynda flokkinn, flokkinn sem Sverrir Hermannsson, faðir hennar, stofnaði í nóvember 1998 og var flokksformaður fyrir í tæp fimm ár. Ákvörðun Margrétar og stuðningsmanna hennar um að yfirgefa flokkinn mun verða kynnt að loknum fundi þeirra síðdegis. Blasir við að allur borgarstjórnarflokkur Frjálslynda flokksins yfirgefi flokkinn með Margréti og í raun sá hópur sem fyrst lagði grunninn að flokknum. Það má búast við spennandi tímum í stjórnmálum eftir klofning Frjálslynda flokksins.

Mikið hefur verið talað um það síðustu dagana hvort að Margrét fylki liði með Ómari Ragnarssyni og hægri grænum með Framtíðarlandinu - til sögunnar komi ný pólitísk hreyfing í umhverfismálum. Það blasir við að eitthvað slíkt er í burðarliðnum. Ennfremur hefur verið ljóst að tekin hafa verið frá sæti fyrir Margréti á listum vinstri grænna og Samfylkingarinnar. Til dæmis hafa listar VG í borginni og Norðvesturkjördæmi ekki enn verið frágengnir og listar Samfylkingarinnar í Reykjavikurkjördæmunum sömuleiðis. Talið er þó ólíklegt að hún fylki liði með þeim.

Búast má við kraftmiklum fundi í herráði Margrétar Sverrisdóttur síðdegis. Hún hefur tekið ákvörðun og öllum ljóst að það er stór ákvörðun. Það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif ákvörðun Margrétar mun hafa á kaffibandalagið, sem í raun virðist dauðadæmt endanlega eftir áhersluskerpu Frjálslyndra og formanns þeirra í innflytjendamálum á landsþingi flokksins.

Það verður ekki lognmolla í stjórnmálum á næstunni. Búast má við að pólitísk vistaskipti Margrétar Sverrisdóttur og stuðningsmanna hennar kalli á mikla umræðu og pólitískar pælingar um það sem koma skal hjá því afli, en fari Margrét mun F-listinn í borgarstjórn ekki hafa neina tengingu við Frjálslynda flokkinn. Það eru því tíðindi framundan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Ágúst Hansen

Nú verður gaman að fylgjast með því hvort hún taki nafn flokksins með sér þar sem hún hefur lýst því yfir að faðir sinn hafi skrásett það á sínum tíma.

Jóhann Ágúst Hansen, 29.1.2007 kl. 17:49

2 Smámynd: áslaug

Hvar hefur það komið fram að Margrét Sverrisdóttir hafi ákveðið að segja skilið við Frjálslynda flokkinn?

áslaug, 29.1.2007 kl. 17:55

3 Smámynd: Fræðingur

Best að skjóta inn þeirri staðreynd að efstu 5 sæt Rvk-N, Rvk-S og Kragans eru upptekin á lista hjá VG, þó er rest ennþá í vinnslu. Svo ef Margrét færi á einhvern þeirra lista, þá færi hún ekki ofarlega.

Fræðingur, 29.1.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Sveinn Hjörtur

....Eigum við bara ekki að bíða og sjá til?....

Sveinn Hjörtur , 29.1.2007 kl. 19:38

5 identicon

Þetta þýðir að Margrét sé út úr stjórnmálum. Þótt hún gangi til liðs við annan flokk eða framboð hefur hún ekkert opinbert gildi lengur. Hún verður stimpluð af flestum kjósendum sem fýlupúkin sem sætti sig ekki við lýðræðislega kosin varaformann. Það getur vel verið að hún doki við í 3-4 ár í einhverju framboði en ferill hennar er líklegast við enda...

Gunnlaugur Snær Ólafsson (IP-tala skráð) 29.1.2007 kl. 23:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband