Spennandi leikur á morgun

GauiÞað stefnir í spennandi leik á morgun - leik um sæti í undanúrslitum á HM í handbolta í Þýskalandi. Nú eru það Danirnir. Það er ekkert útilokað í þessum leik og við eigum góða möguleika á að ná sigri, sem myndi færa okkur góða stöðu. Það yrði mjög öflugt næðum við sigri, enda bjuggust ekki allir landsmenn við svona góðum árangri hjá liðinu.

Danir vita að liðið okkar er til alls líklegt eins og staða mála sýnir okkur í gegnum mótið allt. Því er þetta mat danska handboltasérfræðingsins mjög gott og raunsætt vissulega. En leikurinn verður væntanlega mikið dúndur og greinilegt að bæði lið ætla að selja sig dýrt.

Við hér heima vonum það besta og auðvitað spáum við liðinu okkar sigri, enda er sigur eðlilegt markmið í stöðunni. Íslenska liðið hefur náð góðri stöðu á mótinu og meira hægt en komið er.


mbl.is HM: Fyrrum Framarinn Per Skaarup hrósar íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband