Margrét gengur úr Frjálslynda flokknum

Margrét SverrisdóttirMargrét Sverrisdóttir hefur sent út fréttatilkynningu þar sem hún greinir frá ákvörðun sinni um að ganga úr Frjálslynda flokknum. Eins og ég sagði frá síðdegis í dag hafði hún tekið þessa ákvörðun fyrir fund með stuðningsmönnum síðdegis og hann breytti engu um stöðu mála. Búast má við að kjarni hennar í flokknum fylgi henni og munar þar mestu um allan borgarstjórnarflokk Frjálslynda flokksins.

Klofningur þessa smáflokks er því staðreynd. Það verður fróðlegt að sjá hvað Margrét gerir í framhaldi þessa nú þegar að hún yfirgefur þann flokk sem hún hefur unnið fyrir í áratug, sem framkvæmdastjóri þingflokksins og flokksheildarinnar allrar, ritari flokksins til fjölda ára og forystumaður í innra starfinu alla tíð. Það má allavega fullyrða að ásýnd flokksins verði harðari án hennar innanborðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband