Skiljanleg ákvörðun Margrétar Sverrisdóttur

Margrét SverrisdóttirÁkvörðun Margrétar Sverrisdóttur um að ganga úr Frjálslynda flokknum er mjög skiljanleg. Landsþing flokksins um liðna helgi var eins og algjör sirkus og honum til skammar. Það sást strax um helgina að aldrei hefði verið mögulegt að sætta fylkingar þarna. Það hefur verið greinilegt mat Margrétar og hennar fólks að ómögulegt væri að vinna með forystu flokksins - allt traust og heilsteypt samstarf var farið þar í súginn.

Það er greinilegt að Frjálslyndi flokkurinn er ekki lengur farsæll kostur fyrir stærri stjórnarandstöðuflokkana. Í kvöld talaði Stefán Jón Hafstein í Kastljósi með þeim hætti að kaffibandalagið væri feigt og vildi ekkert af "frjálslyndum" vita. Í Íslandi í bítið í morgun talaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir með þeim hætti að illa hefði verið komið fram við Margréti og greinilegt á orðum hennar að samstarf við frjálslynda hugnaðist henni ekki vel. Það virðist því vera sem að samstaða stjórnarandstöðuflokkanna sé að bresta á innflytjendamálunum sem vissulega var fyrirsjáanlegt myndi ásýnd frjálslyndra harðna með brotthvarfi Margrétar.

Ég skil Margréti vel að vilja allt annað en vinna með forystu sem hefur niðurlægt hana og komið illa fram við hana. Enginn myndi vilja þurfa að bíta í súra eplið oftar en góðu hófi gegndi. Það var enginn annar valkostur fyrir hana en ganga þarna út. Það að Margrét horfi nú í aðrar áttir hefur talsverð áhrif á væntanlega kosningabaráttu og augljóst að stefnir í talsverð tíðindi. Enda segist hún ekki vera hætt í pólitík.

Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist innan "Frjálslynda flokksins" án Sverrisarmsins þar sem rasísk sjónarmið virðast nú allsráðandi og flokkurinn orðinn holdsveikur í stjórnarmyndunarviðræðum og bandalagsmyndunum fyrir og eftir alþingiskosningar og ekki síður hjá Margréti Sverrisdóttur sem skiljanlega hefur fengið nóg af samstarfsmönnum í gamla flokknum.


mbl.is Margrét telur sér ekki fært að starfa lengur í Frjálslynda flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband