Varaţingmađurinn sem fór frá Frjálslyndum

Steinunn Kristín Pétursdóttir Athugull lesandi benti mér á ađ Steinunn Kristín Pétursdóttir, sem skipađi ţriđja sćti Frjálslynda flokksins í Norđvesturkjördćmi og var ţví varaţingmađur Guđjóns Arnars Kristjánssonar og Sigurjóns Ţórđarsonar, hefđi sagt sig úr flokknum síđasta sumar. Ţetta eru tíđindi sem ég vissi ekki af og eru mjög merkileg, enda markar ţađ brotthvarf enn eins trúnađarmannsins sem var í fylkingabrjósti á listum flokksins í kosningunum 2003.

Eins og ég benti á í gćrkvöldi eru ţrír kjördćmaleiđtogar Frjálslynda flokksins í alţingiskosningunum 2003 ekki lengur í flokknum; Margrét Sverrisdóttir, Gunnar Örn Örlygsson og Sigurđur Ingi Jónsson. Auk ţess hefur varaţingmađurinn Sigurlín Margrét Sigurđardóttir fariđ úr flokknum og Guđmundur Örn Jónsson, sem var nćstur Sigurlínu á F-listanum í Kraganum er líka farinn úr flokknum. Eflaust eru ţeir fleiri en ţessir. Viđ öllum blasir allavega ađ mikil uppstokkun hefur orđiđ innan Frjálslynda flokknum. Sérstaklega vont fyrir flokkinn er ađ missa borgarmálaafliđ í borgarstjórn.

Steinunn Kristín Pétursdóttir skipađi ţriđja sćti frjálslyndra í Norđvesturkjördćmi síđast og var mjög áberandi í kosningabaráttu flokksins, var t.d. í umrćđuţáttum og skrifađi greinar og vann ötullega. Hún tók nokkrum sinnum sćti á ţingi á kjörtímabilinu og var virk í störfum í nafni flokksins. Ţađ er merkilegt ađ hún hafi yfirgefiđ flokkinn. Lesandinn benti mér á ađ stór ástćđa ţessa hafi veriđ ađ henni hafi ekki veriđ valinn sess á lista flokksins á Akranesi, heimabć sínum, og ekki heldur í nefndum eftir ađ flokkurinn fór ţar í meirihlutasamstarf međ Sjálfstćđisflokknum.

Steinunn Kristín mun hafa sagt sig úr flokknum í júníbyrjun 2006 međ bréfi til miđstjórnar flokksins, svo ţađ er nokkuđ um liđiđ. En ţetta hefur lítiđ veriđ í fréttum, altént mun minna rćtt en brotthvarf kjördćmaleiđtoganna fyrrnefndra og varaţingmannsins í Kraganum. En ţetta er athyglisvert engu ađ síđur.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband