Geir telur samstarf međ frjálslyndum óraunhćft

Geir H. Haarde Geir H. Haarde, forsćtisráđherra, sagđi í hádegisfréttum Útvarps ađ óraunhćft vćri fyrir Sjálfstćđisflokkinn ađ eiga samstarf viđ Frjálslynda flokkinn haldi ţeir fast viđ áherslur sínar í innflytjendamálum sem kynntar voru í rćđu formanns flokksins á föstudag og hafa veriđ leiđarstef í tali ţeirra um málaflokkinn. Öllum er ljóst er ađ ţetta mál verđur meginkosningamál Frjálslynda flokksins og ţví öllum ljóst ađ nćr er útilokađ ađ hálfu Geirs samstarf milli aflanna.

Hik virđist vera komiđ á flokksmenn stćrri flokka stjórnarandstöđunnar í garđ Frjálslynda flokksins eftir atburđi síđustu dagana. Flestum má ljóst vera ađ erfitt verđur ađ mynda ríkisstjórn međ Frjálslynda flokknum ef ţetta mál á ađ vera afgerandi. Segja má ţví ađ flokkurinn hafi einangrast mjög í pólitísku stöđunni síđustu dagana. Flestir virđast nú gera ráđ fyrir ađ ţó flokkurinn fái eitthvađ fylgi muni menn sjá sér hag í ađ koma í veg fyrir ađild hans ađ ríkisstjórn.

Ţađ stefnir reyndar í mikiđ rót í vćntanlegri kosningabaráttu. Fjöldi nýrra frambođa eru í deiglunni og öllum ljóst ađ pólitíska stađan sé međ ţeim opnari í árarađir. Persónulega finnst mér stađan mun opnari nú en lengi áđur og andi róts og uppstokkunar er í loftinu, ekki ósvipađ og gerđist áriđ 1987 međ frambođi Borgaraflokksins. Enda er nú ţessa dagana talađ jafnvel um pólitíska endurkomu Jóns Baldvins Hannibalssonar og jafnvel samstarf hans međ Ómari Ragnarssyni og Margréti Sverrisdóttur.

Yfirlýsing formanns Sjálfstćđisflokksins um ađ Frjálslyndir séu ekki ákjósanlegur samstarfskostur fyrir flokkinn ađ óbreyttri stöđu eru merkileg tíđindi og skerpa línur enn frekar. En ţađ verđur pólitískur hiti nćstu vikur og mánuđi og stefnir í sögulegar kosningar, svo vćgt sé til orđa tekiđ.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband