Pólitískur refur smjaðrar fyrir tölvumógúl

Ólafur Ragnar, Gates og DorritÞað er alltaf jafn kostulegt að fylgjast með forseta Íslands smjaðra fyrir viðskiptajöfrum og öðru celeb-inu á erlendri grundu. Það var ógleymanlegt sérstaklega fyrir íslenska vinstrimenn sennilega þegar að forsetahjónin sátu kertaljósakvöldverð með Bush-hjónunum síðasta sumar. Nú var forsetinn að hitta tölvumógúlinn Bill Gates með Dorrit á einhverri leiðtogaráðstefnu í Edinborg.

Er hálf merkilegt að sjá þetta daður þeirra við ríka fólkið. Það þarf varla að segja eins og er að Gates er misjafnlega vel þokkaður í tölvuheimum og bissness-tilverunni. Eftir því sem segir í fréttinni hefur Gates verið boðið til Íslands. Fróðlegt verður að sjá það. Vinstrimönnum hlýtur að finnast þetta daður fyrrum flokksleiðtoga stæks vinstriflokks við auðjöfra heimsins kostulegt.

Kannski mun Gates halda fyrirlestur í Reykjavík um það hversu góð íslenska Windows 98-útgáfan var?


mbl.is Bill Gates tók vel í boð um að koma til Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Atli Fannar Bjarkason

Tja, hann gæti rætt um windows. Hann gæti líka rætt um góðgerðarmál og þróunaraðstoð þar sem fáir (eða enginn) hafa gefið meira til góðgerðarmála en hann...

Atli Fannar Bjarkason, 30.1.2007 kl. 21:08

2 identicon

Hvað er þetta með ykkur sjálfstæðismenn og Forsetann?.  Er þetta ekki kallað þráhyggja?.  Alveg furðulegt!

Reynir Stefánsson (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 21:11

3 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Þráhyggjuviðhorf sumra biturra íhaldsmanna til Ólafs Ragnars Grímssonar minna óneitanlega á þráhyggjuviðhorf Ingimundar Kjarval til Morgunblaðsins ...

Hlynur Þór Magnússon, 30.1.2007 kl. 21:46

4 identicon

Meira að segja Stebbi sá kurteisi drengur fer á lágt plan þegar forsetinn er annarsvegar. Það er leitt. Sjallfobían í garð ÓRG er eiginlega dálítið fyndin í aðra röndina.

Jón Ingi (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 22:46

5 identicon

Voru menn að blogga í miðjum landsleik? Hvað er í gangi?

Doddi (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 23:04

6 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Mér finnst ÓRG vera farin langt út fyrir það að vera forseti. Það er rétt sem Þorsteinn Pálsson segir; Þar sem forsetinn er, þar er Ísland !!

Landkynning og ekki landkyning? Veit ekki...?

Sveinn Hjörtur , 30.1.2007 kl. 23:18

7 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Stebbi minn. Ólafur Ragnar hefur unnið fyrir kaupinu sínu í þessu embætti. Hann hefur greitt götu Íslensks viðskiptalífs svo um munar. Það geta helstu útrásarfyrirtæki landsins vottað.

Ég var í hópi Íslenskra fyrirtækja í viðskiptasendinefnd í London í fyrra. Þar hélt Ólafur Ragnar ræðu fyrir mikið af fólki í bresku viðskiptalífi, sem hreifst af krafti forsetans og þekkingu hans á viðskiptalífinu. Þar sá ég hvað skiptir máli að hafa forseta sem er eins öflugur einstaklingur og frambærilegur og forseti vor er.

Það að Ólafur Ragnar sé að kynna Ísland og Íslenskt viðskiptalíf fyrir Gates og fleirum getur aðeins orðið okkur til hagsbóta.

Eggert Hjelm Herbertsson, 30.1.2007 kl. 23:18

8 identicon

Öfundsjúkur ?

Jón Frímann (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 00:28

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka ykkur öllum kommentin. Það er greinilegt að sumir eru mjög viðkvæmir fyrir stöðu Ólafs Ragnars og má ekkert grínast með hann blessaðan. Furðulega margir stundum viðkvæmir fyrir skrifum um þennan mann, en já svona er þetta víst æði oft. Sumir geta líka tekið þessu sem léttum húmor, enda var ég svolítið að gantast vissulega. En ég vona að sumir hafi ekki fengið kúltúrsjokk yfir því að forsetinn var ekki þéraður hérna. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.1.2007 kl. 02:11

10 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Nei, það er nú ekki svo sorglegt Doddi minn. Ég skrifaði báðar færslurnar í einu í hálfleiknum og vistaði þær inn í kerfið samstundis en bætti hinni inn á vissum tíma með að staðfesta þetta. Setti þetta inn meðan tími gafst á þessum tíma, enda þurfti ég á fund kl. níu og fór strax eftir leikinn. Þannig að ég var ekki beint skrifandi um þetta meðan á leiktímanum sjálfum stóð. :)

Stefán Friðrik Stefánsson, 31.1.2007 kl. 02:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband