Völdin halda lífinu í vinstribræðingnum

Eftir margra klukkustunda fundahöld vinstri grænna í Aðalstræti þurfti að lýsa því sérstaklega yfir að vinstri grænir stæðu enn að ríkisstjórn með Samfylkingunni sem setið hefur í tæp tvö ár. Aðeins völdin ein halda lífinu í þessum lánlausa bræðingi. Steingrímur J. Sigfússon og Árni Þór Sigurðsson reyndu svo að tala stjórnina upp og láta líta svo út sem einhver stór tíðindi hafi átt sér stað á þessum fundi þegar öllum er ljóst að ekkert hefur breyst.

Vinstristjórnin er veikari en nokkru sinni fyrr. Enda gengu Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir á dyr án þess að gefa út yfirlýsingu og Ásmundur Einar Daðason byrjaði strax að vekja athygli á óánægju með ESB-aðildarumsókn. Hann lagði sérstaka lykkju á leið sína til að rífa niður allt sem Steingrímur og Árni höfðu sagt. Ljóst er að VG er sundraður í þessari ríkisstjórn - VG í raun tveir þingflokkar.

Þetta er raunalegt. Undirstöður landstjórnarinnar eru vægast sagt mjög ótraustar, allt púður vinstrimanna fer í að halda völdum og reyna að jafna út innri ágreining þegar þjóðin þarf á traustri og öflugri ríkisstjórn við völd. Innri kergja og hnútuköst lifa góðu lífi á vinstrivængnum eins og svo oft áður.

Íslenska þjóðin á betra skilið en þessa ónýtu ríkisstjórn.

mbl.is Segir þingflokk VG styðja stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband